Willum: Þeir hringdu bara og sögðust vera á leiðinni 11. apríl 2008 15:17 Willum Þór Þórsson Íslandsmeistarar Vals mæta færeysku meisturunum í NSÍ í Scandic Cup í Kórnum á morgun og leggst leikurinn vel í Willum Þór Þórsson þjálfara þó lítill tími hafi gefist til undirbúnings. Valsmenn eru nýkomnir úr vel heppnaðri æfingaferð til Tyrklands, en voru búnir að blása leikinn árlega við Færeyingana af. Valsliðið hafði komið á æfingaleik við Aftureldingu þegar NSÍ-menn létu skyndilega í sér heyra og sögðust vera á leið til landsins. "Þetta var dálítið sérstakt, því ég var búinn að setja á æfingaleik á morgun því ég hélt að væri búið að blása þetta af. Svo hringdu Færeyingarnir bara í okkur í gær og sögðu okkur að þeir væru á leiðinni. Ég hafði áhyggjur af því í vetur þegar við vorum að skipuleggja þennan leik í vetur hvernig við næðum að koma honum við vegna deildarbikarsins og utanlandsferðarinnar. Ég ræddi um þetta við KSÍ og leikurinn var bara blásinn af - en svo tilkynna þeir bara að þeir séu á leiðinni," sagði Willum í samtali við Vísi. Hann þurfti fyrir vikið að aflýsa leiknum við Aftureldingu, en það kom ekki að sök þegar upp var staðið. "Það var nú nokkuð skondið, því ég var búinn að leggja upp með það við hann Ólaf (Ólafsson, þjálfara) að taka þennan leik. Svo var ég alveg miður mín og ætlaði að hringja í hann og segja honum að við gætum ekki spilað þennan leik, en þá var hann á undan að hringja í mig og sagði mér að þeir næðu ekki almennilega í lið. Ég píndi hann aðeins og sagði honum að það gengi auðvitað ekki upp að mæta ekki í leikinn, en svo sagði ég honum að ég gæti skorið hann niður úr snörunni því við kæmumst ekki heldur. Þetta var því dálítið skrítinn dagur í gær," sagði Willum léttur í bragði. Hann á von á hörkuleik við frændur okkar á morgun og segir þá sýnda veiði en ekki gefna. "Það er nú þannig að munurinn á okkur og Færeyingunum er ekkert orðinn mjög mikill. Þeir eru baráttuglaðir og eru alltaf að bæta sig. Við eigum eflaust að vera betri og erum það kannski, en þetta verður ekkert auðvelt. Ég verð hinsvegar að viðurkenna að ég veit ekki mikið um liðið og er ekki búinn að fá gögn í hendurnar vegna þess hve snöggt þetta kom til," sagði Willum. Nokkur meiðsli eru í herbúðum Valsmanna og verða þeir líklega án nokkurra fastamanna á morgun. "Það eru smá meiðsli í hópnum. Helgi Sigurðsson er enn meiddur á læri síðan í landsleiknum við Færeyjar um daginn en er að verða góður. Sigurbjörn Hreiðarsson er dálítið tæpur í ökklanum eftir ferðina, Albert Ingason lenti líka illa á öxlinni í leik úti og Hafþór Ægir fékk sýkingu í ökklann en gæti reyndar komið við sögu á morgun. Ég á þó síður von á því að hinir þrír verði með," sagði Willum. Leikurinn hefst klukkan 14:30 í Kórnum á morgun og er aðgangur ókeypis. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals mæta færeysku meisturunum í NSÍ í Scandic Cup í Kórnum á morgun og leggst leikurinn vel í Willum Þór Þórsson þjálfara þó lítill tími hafi gefist til undirbúnings. Valsmenn eru nýkomnir úr vel heppnaðri æfingaferð til Tyrklands, en voru búnir að blása leikinn árlega við Færeyingana af. Valsliðið hafði komið á æfingaleik við Aftureldingu þegar NSÍ-menn létu skyndilega í sér heyra og sögðust vera á leið til landsins. "Þetta var dálítið sérstakt, því ég var búinn að setja á æfingaleik á morgun því ég hélt að væri búið að blása þetta af. Svo hringdu Færeyingarnir bara í okkur í gær og sögðu okkur að þeir væru á leiðinni. Ég hafði áhyggjur af því í vetur þegar við vorum að skipuleggja þennan leik í vetur hvernig við næðum að koma honum við vegna deildarbikarsins og utanlandsferðarinnar. Ég ræddi um þetta við KSÍ og leikurinn var bara blásinn af - en svo tilkynna þeir bara að þeir séu á leiðinni," sagði Willum í samtali við Vísi. Hann þurfti fyrir vikið að aflýsa leiknum við Aftureldingu, en það kom ekki að sök þegar upp var staðið. "Það var nú nokkuð skondið, því ég var búinn að leggja upp með það við hann Ólaf (Ólafsson, þjálfara) að taka þennan leik. Svo var ég alveg miður mín og ætlaði að hringja í hann og segja honum að við gætum ekki spilað þennan leik, en þá var hann á undan að hringja í mig og sagði mér að þeir næðu ekki almennilega í lið. Ég píndi hann aðeins og sagði honum að það gengi auðvitað ekki upp að mæta ekki í leikinn, en svo sagði ég honum að ég gæti skorið hann niður úr snörunni því við kæmumst ekki heldur. Þetta var því dálítið skrítinn dagur í gær," sagði Willum léttur í bragði. Hann á von á hörkuleik við frændur okkar á morgun og segir þá sýnda veiði en ekki gefna. "Það er nú þannig að munurinn á okkur og Færeyingunum er ekkert orðinn mjög mikill. Þeir eru baráttuglaðir og eru alltaf að bæta sig. Við eigum eflaust að vera betri og erum það kannski, en þetta verður ekkert auðvelt. Ég verð hinsvegar að viðurkenna að ég veit ekki mikið um liðið og er ekki búinn að fá gögn í hendurnar vegna þess hve snöggt þetta kom til," sagði Willum. Nokkur meiðsli eru í herbúðum Valsmanna og verða þeir líklega án nokkurra fastamanna á morgun. "Það eru smá meiðsli í hópnum. Helgi Sigurðsson er enn meiddur á læri síðan í landsleiknum við Færeyjar um daginn en er að verða góður. Sigurbjörn Hreiðarsson er dálítið tæpur í ökklanum eftir ferðina, Albert Ingason lenti líka illa á öxlinni í leik úti og Hafþór Ægir fékk sýkingu í ökklann en gæti reyndar komið við sögu á morgun. Ég á þó síður von á því að hinir þrír verði með," sagði Willum. Leikurinn hefst klukkan 14:30 í Kórnum á morgun og er aðgangur ókeypis.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira