Lífið

Búið er að loka falskri MySpace síðu Ingu Lindar

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

„Þetta breytir engu um mín áform," segir Inga Lind Karlsdóttir. MySpace síðu sem stofnuð var í nafni Ingu Lindar að henni forspurðri var lokað í gærkvöld. Inga Lind sagði í samtali við Vísi í gær að lögfræðingur hennar væri að skoða málið, og hún hyggðist kæra það til lögreglu. Enda margt af því sem skrifað var á síðuna var niðrandi fyrir hana og aðra sem þar birtust.

„Við vitum það að allt sem fer einu sinni á netið er komið til að vera. Það eru til afrit af þessari síðu," segir Inga Lind. Hún vill að málið verði fordæmisgefandi, enda fleiri en hún sem hafa lent  í sambærilegri stöðu.

„Ég vil fá úr því skorið hvort þetta sé ekki örugglega bannað. Mér líkar það ekki að menn hafi ætlað að nota nafnið mitt í annarlegum tilgangi, jafnvel þó þeir séu hættir við það. Glæpurinn er engu minni þó einhver segi fyrirgefðu og hætti við."


Tengdar fréttir

Hugleiðir lögsókn vegna falskrar MySpace síðu

„Þetta er þjófnaður af verstu gerð. Þarna er ekki verið að stela eigum mínum eða peningum. Það er verið að stela persónunni minni," segir sjónvarpskonan Inga Lind Karlsdóttir. Hún varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að MySpace síða í hennar nafni var stofnuð að henni forspurðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.