Lífið

Hugleiðir lögsókn vegna falskrar MySpace síðu

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
„Þetta er eiginlega þjófnaður af verstu gerð. Þarna er ekki verið að stela eigum mínum eða peningum. Það er verið að stela persónunni minni," segir sjónvarpskonan Inga Lind Karlsdóttir. Hún varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að MySpace síða í hennar nafni var stofnuð að henni forspurðri.

Fjöldi mynda af Ingu Lind hefur verið settur inn á síðuna, og eru myndatextarnir margir hverjir niðrandi fyrir hana og aðra sem á þeim eru. „Það fauk í mig þegar ég sá þær, og ég fékk lögmann til að skoða þetta fyrir mig," segir Inga Lind. Hún ætlar í kjölfarið hugsanlega kæra málið til lögreglu. „Það má ekki stela persónu fólks, fjandakornið. Það hljóta að vera til einhver lög um það."

„Ég hef lent í því að það sé eitt og annað skrifað um mann, ég get ekkert sagt við því. En í mínu nafni, þar sem er talað í fyrstu persónu. Það er bara þjófnaður," segir Inga Lind.

Hún vísar í að skammt er síðan miðaldra bandarísk kona var ákærð fyrir að þykjast vera unglingsstrákur á MySpace, og leggja unga stúlku í einelti. Ákæran var byggð á ákvæðum í notendasamningi MySpace, þar sem skýrt er tekið fram að fólki sé bannað að villa á sér heimildir, og slíkt túlkað sem tölvuglæpur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.