Innlent

AP segir IMF-lánið í höfn

Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn.

Fullyrt er af fréttastofunni AP að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi samþykkt í gær að lána íslendingum 2,1 millarð dollara. Þetta er þvert á ummæli Geirs H. Haarde sem féllu á Alþingi í dag en þar sagði hann að ákvörðun sjóðsins hefði verið frestað fram á mánudag í næstu viku.

AP fullyrðir hins vegar að stjórn sjóðsins hafi samþykkt lánið í gær og að Ísland fái 883 milljónir dollara að láni nú þegar og afganginn á næstu misserum.

Þá er haft eftir Dominique Strauss-Kahn, forstjóra IMF, að Ísland hafi sett fram metnaðarfulla áætlun sem miði að því að endurreisa tiltrú manna á bankakerfinu og gjaldmiðlinum. Þá segir Strauss-Kahn að þessi einarða stefnumótun réttlæti lánsupphæðina.

Norski miðillinn E-24 hélt þessu einnig fram í dag.








Tengdar fréttir

Ákvörðun IMF frestað fram á mánudag

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eða IMF, mun fresta því fram á mánudag að taka fyrir beiðni Íslands um 2 milljarða dala lán frá sjóðnum. Þetta sagði Geir Haarde forsætisráðherra í ræðu sinni á Alþingi fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×