Alcoa verður að meta orkuöflun líka 30. nóvember 2008 06:00 Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegan álvers við Bakka, með þeim skilyrðum að gerð verði grein fyrir orkuöflun vegna virkjunarinnar. Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegna framkvæmda við álver á Bakka við Húsavík. Skilyrði voru sett um að orkuöflun yrði skilgreind. „Við erum mjög ánægð með þennan úrskurð og teljum hann staðfesta að við höfum unnið mjög góða matsáætlun,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Þær athugasemdir sem stofnunin gerir eru fullkomlega eðlilegar. Það er bara eðlilegt að í matinu sé gerð grein fyrir þeirri orkuöflun sem fyrir hendi verður.“ Erna segist reikna með því að matsferlinu ljúki seint á næsta ári. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir úrskurðinn vera sigur fyrir umhverfið. Mjög mikilvægt sé að upplýsa þurfi um hvaðan orkan fyrir álverið eigi að koma. „Taka verður fram hvaðan menn ætla að fá orkuna og hvaða virkjanir eru þar að baki. Ef á að kaupa hana af Landsneti þarf að tilgreina hvaða línur þarf að reisa. Þá sjá menn svart á hvítu hvaðan orkan kemur. Ætli menn að leggja línur yfir í Skagafjörð er ljóst að virkja á jökulárnar þar.“ Árni segir að áætlun um orkuöflun gæti sett strik í reikninginn hvað varðar tímaáætlanir. „Þetta tekur allt tíma og eins gætu menn lent í vandræðum með að fjármagna verkefnið. Alcoa er núna 1 milljón tonna undir framleiðslugetu og er þá líklegt að fyrirtækið ætli að reisa álver við Bakka? Mér finnst það ekki.“ Árni vísar þar í fréttir frá fyrirtækinu þess efnis að fyrirtækið dró úr álframleiðslu á seinni hluta ársins um 15 prósent, eða 615 þúsund tonn. Eftir þann niðurskurð nemur ársframleiðslan 3,5 milljónum tonna og ónýtt framleiðslugeta verður 1 milljón tonna. Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, segir að úrskurðurinn muni engin áhrif hafa á tímaáætlanir. „Við höldum ótrauð áfram í þessu góða verkefni. Í sjálfu sér held ég að það verði ekki til neinna vandkvæða að tilgreina orkuöflunina. Við erum sannfærð um að háhitasvæðin í Þingeyjarsýslu muni skila því sem nauðsynlegt er. Tímabundin kreppa hefur ekki áhrif á langtímafjárfestingu. Það geta falist sóknarfæri í því að koma með erlent fé til landsins og borga laun í íslenskum krónum.“ kolbeinn@frettabladid.is ERNA INDRIÐADÓTTIRÁRNI FINNSSONBERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegna framkvæmda við álver á Bakka við Húsavík. Skilyrði voru sett um að orkuöflun yrði skilgreind. „Við erum mjög ánægð með þennan úrskurð og teljum hann staðfesta að við höfum unnið mjög góða matsáætlun,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Þær athugasemdir sem stofnunin gerir eru fullkomlega eðlilegar. Það er bara eðlilegt að í matinu sé gerð grein fyrir þeirri orkuöflun sem fyrir hendi verður.“ Erna segist reikna með því að matsferlinu ljúki seint á næsta ári. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir úrskurðinn vera sigur fyrir umhverfið. Mjög mikilvægt sé að upplýsa þurfi um hvaðan orkan fyrir álverið eigi að koma. „Taka verður fram hvaðan menn ætla að fá orkuna og hvaða virkjanir eru þar að baki. Ef á að kaupa hana af Landsneti þarf að tilgreina hvaða línur þarf að reisa. Þá sjá menn svart á hvítu hvaðan orkan kemur. Ætli menn að leggja línur yfir í Skagafjörð er ljóst að virkja á jökulárnar þar.“ Árni segir að áætlun um orkuöflun gæti sett strik í reikninginn hvað varðar tímaáætlanir. „Þetta tekur allt tíma og eins gætu menn lent í vandræðum með að fjármagna verkefnið. Alcoa er núna 1 milljón tonna undir framleiðslugetu og er þá líklegt að fyrirtækið ætli að reisa álver við Bakka? Mér finnst það ekki.“ Árni vísar þar í fréttir frá fyrirtækinu þess efnis að fyrirtækið dró úr álframleiðslu á seinni hluta ársins um 15 prósent, eða 615 þúsund tonn. Eftir þann niðurskurð nemur ársframleiðslan 3,5 milljónum tonna og ónýtt framleiðslugeta verður 1 milljón tonna. Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, segir að úrskurðurinn muni engin áhrif hafa á tímaáætlanir. „Við höldum ótrauð áfram í þessu góða verkefni. Í sjálfu sér held ég að það verði ekki til neinna vandkvæða að tilgreina orkuöflunina. Við erum sannfærð um að háhitasvæðin í Þingeyjarsýslu muni skila því sem nauðsynlegt er. Tímabundin kreppa hefur ekki áhrif á langtímafjárfestingu. Það geta falist sóknarfæri í því að koma með erlent fé til landsins og borga laun í íslenskum krónum.“ kolbeinn@frettabladid.is ERNA INDRIÐADÓTTIRÁRNI FINNSSONBERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira