Lífið

Enginn tími til að djúsa

Amy í fínu ástandi með Ivor Novello verðlaunagrip.
Amy í fínu ástandi með Ivor Novello verðlaunagrip.

„Ég hef ekki haft tíma til að djúsa því ég mætti fyrir korteri," sagði Amy Winehouse við fjöldann við hátíðlega athöfn þegar hún tók við verðlaunum fyrir besta lagið, Rehab, á verðlaunahátíð Ivor Novello sem fram fór í London 22. maí.

Fyrr um kvöldið fékk Amy verðlaun fyrir lagið Love Is A Losing Game en var ekki mætt á svæðið við afhendinguna. Faðir hennar, Mitch, stökk óvænt á sviðið fyrir hönd dóttur sinnar og sagði við fjöldann: „Ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að gera hérna," áður en hann tók við verðlaununum.

Þegar Amy lét loksins sjá sig tók hún utan um pabba sinn og sagði honum að hún væri í lagi eða eins og hún sagði það: „I'm fine, really well."

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.