Enski boltinn

Cole og Terry meiddir

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmennirnir Ashley Cole og John Terry munu ekki leika með enska landsliðinu þegar það sækir Hvít-Rússa heim í undankeppni EM á miðvikudagskvöldið.

Terry fyrirliði hefur enn ekki náð sér af bakmeiðslum sem hafa hrjáð hann undanfarnar daga og sat hann af sér leikinn við Kasakstan um helgina.

Bakvörðurinn Cole, sem fékk að heyra baul frá ensku áhorfendunum á laugardaginn, er meiddur í aftanverðu læri. Mistök Cole urðu til þess að Kasakstan náði að skora eina mark sitt í 5-1 sigri Englendinga.

Það kom í hlut Matthew Upson að fylla skarð Terry um helgina en hann þótti á tíðum nokkuð óöruggur í leiknum. Vera má að Joleon Lescott eða Wes Brown taki stöðu hans við hlið Rio Ferdinand í hjarta varnarinnar.

Hvað bakvarðarstöðuna má ætla að það verði félagi Cole hjá Chelsea, Wayne Bridge, sem leysi hann af hólmi.

Enska landsliðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í 6. riðlinum, gegn Andorra, Króatíu og Kasakstan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×