Innlent

Segir stöðu formanns VR afar erfiða

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna segir að það sé ekki venja að stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar séu að blanda sér í innri mál félagasamtaka en augljóst sé að staða Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, sé afar erfið.

Gunnar Páll liggur undir þungu ámæli fyrir að hafa setið í stjórn Kaupþings - sem fulltrúi Lífeyrissjóðs VR - og tekið þátt í því í septemberlok að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna sem höfðu keypti hluti í bankanum og tekið til þess lán. Eins og fram hefur komið er búið að lýsa því yfir að sú ákvörðun standi ekki - og starfsmenn eins og aðrir munu borga af sínum lánum.

Þá hefur komið í ljós að Gunnar Páll fékk 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári.

,,Þetta er ekki gott fyrir verkalýðsforkólf sem er með heilmikið af láglaunafólki innan sinna raða og það getur ekki verið þægileg staða að standa frammi fyrir þeim hlutum af því tagi sem hann gerir," segir Steingrímur stöðu Gunnars Páls.










Tengdar fréttir

Gunnar Páll: Ekkert athugavert

Gunnar Páll Pálsson formaður VR nýtur trausts meðal trúnaðarmanna félagsins til að sitja áfram sem formaður félagsins. Hann sér ekkert athugavert við að hann sem verkalýðsforingi - með laun sem slaga upp í laun forseta Íslands - berjist gegn ofurlaunum í samfélaginu.

Gunnar Páll með sex milljónir á ári fyrir stjórnarsetu

Gunnar Páll Pálsson formaður VR þáði 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári. Það er litlu minna en þingmenn þjóðarinnar fá í þingfararkaup. Siðfræðistofnun varaði við því fyrir fjórum árum að formaðurinn sæti í stjórn hlutafélags, eins og Kaupþings - það gæti stefnt trúverðugleika hans í hættu.

Boða til mótmæla við höfuðstöðvar VR

Hópur félaga í VR hefur boðað til mótmælafundar við höfuðstöðvar félagsins í Húsi verslunarinnar. Hópurinn er óánægður með ákvörðun stjórnar Kaupþings um að fella niður ábyrgðir starfsmanna bankans vegna lána sem tekin voru vegna kaupréttarsamninga. Gunnar Páll Pálsson formaður VR sat í stjórn Kaupþings fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna og samþykkti hann gjörninginn sem hefur valdið ólgu víða. Stjórn félagsins hefur hins vegar lýst yfir fullum stuðningi við Gunnar Pál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×