WBA og Stoke upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2008 15:06 Ungur Stoke-maður á vellinum í dag. Nordic Photos / Getty Images West Bromwich Albion og gamla Íslendingaliðið Stoke City tryggðu sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni. West Brom tryggði sér meistaratitilinn með 2-0 sigri á QPR en Stoke náði öðru sætinu með því að hanga á markalausu jafntefli gegn Leicester. Úrslitin þýddu að Leicester féll í ensku C-deildina ásamt Scunthorpe og Colchester. Hull, Bristol City, Watford og Crystal Palace taka þátt í umspilskeppninni um eitt laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Stoke var í öðru sæti deildarinnar þegar leikir dagsins hófst og þurfti jafntefli til að tryggja úrvalsdeildarsætið eða þá að treysta að Hull myndi ekki vinna Ipswich. Stoke lék gegn Leicester sem þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að gulltryggja sæti sitt í deildinni. Það var því mikið undir í þeim leik. Stoke byrjaði betur en skiljanlega voru taugarnar þandar til hins ýtrasta hjá báðum liðum. Staðan var markalaus í hálfleik sem og í leik Hull og Ipswich. En um miðjan síðari hálfleikinn kættust stuðningsmenn Stoke afar mikið þar sem þeir fréttu að Ipswich væri búið að ná forystunni gegn Hull. Það þýddi að Stoke mætti taapa en samt kæmist liðið í ensku úrvalsdeildina. Leicester var enn í slæmum málum og liðið reyndi allt sem það gat til að skora og halda sæti sínu í deildinni. Þeim var dæmd aukaspyrna á vítateigslínunni en brotið var án nokkurs vafa innan víteteigsins. Ekkert kom úr aukaspyrnunni. Iain Hume komst svo nálægt því að skora fyrir Leicester en Carlo Nash, markvörður Stoke, varði glæsilega frá honum. En allt kom fyrir ekki og Stoke fagnaði úrvalsdeildarsætinu. Því miður fyrir Leicester dugði jafnteflið ekki til. Leicester og Southampton voru bæði með 51 stig fyrir leikinn en síðarnefnda liðið var með lakara markahlufall og því í fallsæti - þriðja neðsta sæti deildarinnar. Southampton vann hins vegar 3-2 sigur á Sheffield United og fór því í 54 stig. Sheffield Wednesday var með 53 stig og lakara markahlutfall en Leicester fyrir leikina en vann öruggan 4-1 sigur á Norwich. Scunthorpe og Colchester voru þegar fallinn fyrir daginn og fylgja því Leicester niður í C-deildina. Hull tapaði fyrir Ipswich en var þó öruggt með þriðja sætið og þar með sæti í umspilskeppninni. Bristol City var sömuleiðis öruggt en hörð barátta var um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni. Watford og Crystal Palace voru í góðri stöðu fyrir daginn og síðarnefnda liðið vann 5-0 sigur á Burnley og tryggði sér þar með sæti í umspilskeppninni. Watford gerði hins vegar 1-1 jafntefli við Blackpool sem þýddi að þriggja sigur myndi tryggja Wolves sæti í umspilinu á kostnað Watford. Wolves komst yfir í leik sínum gegn Plymouth undir lok leiksins en það dugði ekki til og því héldu bæði Watford og Crystal Palace sætum sínum í umspilinu. Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira
West Bromwich Albion og gamla Íslendingaliðið Stoke City tryggðu sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni. West Brom tryggði sér meistaratitilinn með 2-0 sigri á QPR en Stoke náði öðru sætinu með því að hanga á markalausu jafntefli gegn Leicester. Úrslitin þýddu að Leicester féll í ensku C-deildina ásamt Scunthorpe og Colchester. Hull, Bristol City, Watford og Crystal Palace taka þátt í umspilskeppninni um eitt laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Stoke var í öðru sæti deildarinnar þegar leikir dagsins hófst og þurfti jafntefli til að tryggja úrvalsdeildarsætið eða þá að treysta að Hull myndi ekki vinna Ipswich. Stoke lék gegn Leicester sem þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að gulltryggja sæti sitt í deildinni. Það var því mikið undir í þeim leik. Stoke byrjaði betur en skiljanlega voru taugarnar þandar til hins ýtrasta hjá báðum liðum. Staðan var markalaus í hálfleik sem og í leik Hull og Ipswich. En um miðjan síðari hálfleikinn kættust stuðningsmenn Stoke afar mikið þar sem þeir fréttu að Ipswich væri búið að ná forystunni gegn Hull. Það þýddi að Stoke mætti taapa en samt kæmist liðið í ensku úrvalsdeildina. Leicester var enn í slæmum málum og liðið reyndi allt sem það gat til að skora og halda sæti sínu í deildinni. Þeim var dæmd aukaspyrna á vítateigslínunni en brotið var án nokkurs vafa innan víteteigsins. Ekkert kom úr aukaspyrnunni. Iain Hume komst svo nálægt því að skora fyrir Leicester en Carlo Nash, markvörður Stoke, varði glæsilega frá honum. En allt kom fyrir ekki og Stoke fagnaði úrvalsdeildarsætinu. Því miður fyrir Leicester dugði jafnteflið ekki til. Leicester og Southampton voru bæði með 51 stig fyrir leikinn en síðarnefnda liðið var með lakara markahlufall og því í fallsæti - þriðja neðsta sæti deildarinnar. Southampton vann hins vegar 3-2 sigur á Sheffield United og fór því í 54 stig. Sheffield Wednesday var með 53 stig og lakara markahlutfall en Leicester fyrir leikina en vann öruggan 4-1 sigur á Norwich. Scunthorpe og Colchester voru þegar fallinn fyrir daginn og fylgja því Leicester niður í C-deildina. Hull tapaði fyrir Ipswich en var þó öruggt með þriðja sætið og þar með sæti í umspilskeppninni. Bristol City var sömuleiðis öruggt en hörð barátta var um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni. Watford og Crystal Palace voru í góðri stöðu fyrir daginn og síðarnefnda liðið vann 5-0 sigur á Burnley og tryggði sér þar með sæti í umspilskeppninni. Watford gerði hins vegar 1-1 jafntefli við Blackpool sem þýddi að þriggja sigur myndi tryggja Wolves sæti í umspilinu á kostnað Watford. Wolves komst yfir í leik sínum gegn Plymouth undir lok leiksins en það dugði ekki til og því héldu bæði Watford og Crystal Palace sætum sínum í umspilinu.
Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira