Innlent

Starfsfólk Kjötbankans endurráðið

Helgi Einarsson, framkvæmdastjóri Kjötbankans.
Helgi Einarsson, framkvæmdastjóri Kjötbankans.

Eftir viðamikla endurskipulagningu stjórnar og starfsmanna Kjötbankans hefur verið ákveðið að endurráða alla núverandi starfsmenn fyrirtækisins.

29. ágúst var tilkynnt að öllu starfsfólki Kjötbankans, um 20 manns, hefði verið sagt upp.

,,Endurskipulagning hefur staðið yfir á rekstri fyrirtækisins síðustu tveimur mánuði með öflugri þáttöku starfsmanna og má segja að í dag sé fyrirtækið komið í góðan rekstur. Stöðug endurskoðun framleiðsluferla mun eiga sér stað í ljósi markaðsaðstæðna," segir Helgi Einarsson framkvæmdastjóri Kjötbankans í tilkynningu.










Tengdar fréttir

Öllu starfsfólki Kjötbankans sagt upp í gær

Öllu starfsfólki Kjötbankans, um 20 manns, var sagt upp störfum í gær. „Fyrirtækið verður að losa samninga sem í gildi eru til að geta farið út í breytingar á rekstrinum og skipulagsbreytingar svo laga megi fyrirtækið að framtíðinni,“ sagði Haukur Hjaltason, eigandi Kjötbankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×