Lífið

Fer með vafasamt hlutverk í Svörtum englum

ellyarmanns skrifar
Ingibjörg fer með hlutverk Elísabetar í nýrri þáttaröð Óskars Jónassonar sem verður sýnd á Rúv í haust.
Ingibjörg fer með hlutverk Elísabetar í nýrri þáttaröð Óskars Jónassonar sem verður sýnd á Rúv í haust.

"Ég hef verið að leika í Svörtum englum undanfarið í leikstjórn Óskars Jónassonar," segir Ingibjörg Reynsdóttir leikkona þegar Vísir nær tali af henni.

"Þar fer ég með hlutverk hinnar vafasömu Elísabetar. Þættirnir verða sýndir á Rúv í haust."

Óskar leikstjóri fylgist grannt með handtökunni fyrir framan Óðal.

"Elísabet var þessi í Fréttablaðinu um daginn sem var handtekin á miðjum degi niður í bæ og allir héldu að væri alvöru."

 

"Ég er líka að vinna í handriti af sjálfstæðu framhaldi bókarinnar Strákarnir með strípurnar. Það fjallar um sömu krakkana. Hún heitir Rótleysi, Rokk & Róman-TÍK.

Mæðgurnar Lovísa Rós og Ingibjörg.

"Sögupersónurnar í Strákarnir með strípurnar voru í 10. bekk en eru nú byrjaðar í framhaldsskóla. Nýir karakterar eru kynntir til sögunnar. Ég vonast til að hún komi út fyrir næstu jól."

"Lovísa Rós dóttir mín er ekki með mér í skrifum vegna anna okkar beggja en hún er sérlegur ráðgjafi engu að síður."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.