Pólskur saksóknari um Plank: Morðingi í klíkustríði 16. apríl 2008 16:30 Premyslaw Plank, sem sést hér leiddur í burtu af lögreglu í síðasta mánuði, er kallaður Plankton í undirheimum Jan Stawicki saksóknari í Wloclawek Póllandi þekkir vel mál Przemyslaw Plank sem handtekinn var á Íslandi í fyrradag grunaður um morð í heimalandi sínu. Plank er grunaður um að hafa myrt pólska boxarann Andrzej S. Hamel þann 21.mars á síðasta ári. „Lögreglan fann lík í nágrenni Wikaryjskie árinnar og á því voru nokkrir áverkar. Morðingjarnir voru fleiri en einn og þeir notuðu líklega sveðjur," segir Jan Stawicki saksóknari í samtali við Vísi. Plank sem kallaður er Plankton er talinn vera einn af þeim sem myrtu boxarann að sögn Stawicki en svo virðist sem um nokkurskonar klíkustríð hafi verið að ræða. „Przemysław Plank var hluti af Niedzóla genginu en Andrzej S. Hamel var meðlimur í gengi sem barðist við gengi Planktons um yfirráð í bænum," segir Stawicki þegar hann útskýrir ástæður morðsins. Aðspurður um hversvegna hann haldi að Plankton hafi komið til Íslands segist hann ekki vita það beint en grunar að það hafi verið til þess að flýja umræðuna í Póllandi. „Þegar hann fór til Íslands lágu fyrir þónokkrar upplýsingar um Hamel morðið og Niedzóla klíkuna. Það var mikið fjallað um þetta í blöðunum hérna en í upphafi rannsóknarinnar var Plankton aðeins vitni í málinu. Síðar var hann grunaður um morðið en þá flúði hann frá Póllandi." Plankton hefur haldið því fram m.a í íslenskum fjölmiðlum að hann hafi fjarvistarsönnun og gaf sig meðal annars fram eftir að umfjöllun um hann hófst hér á landi. Stawicki segist ekki vita til þess að Plankton hafi fjarvistarsönnun. „En þetta er vissulega áhugaverður punktur fyrir okkur. Það eina sem ég get sagt er að við höfum mjög góð sönnunargögn gegn honum." Stawicki segist ekki halda að fleiri meðlimir Niedzóla klíkunnar dvelji á Íslandi. Tengdar fréttir Búið að handtaka eftirlýsta Pólverjann Búið er að handtaka Premyslaw Plank sem eftirlýstur var í Póllandi vegna gruns um aðild að morði þar í landi, eftir því sem Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík segir. 14. apríl 2008 19:13 Rak meintan morðingja Premyslaw Plank, sem grunaður er um aðild að hrottalegu morði í Póllandi, hefur unnið sem iðnaðarmaður í Hafnarfirði undanfarnar vikur. Honum var sagt upp störfum á laugardaginn eftir að Fréttablaðið greindi frá því að handtökuskipan hefði verið gefin út á hendur honum. 14. apríl 2008 14:30 Neitar aðild að pólsku mafíunni Przemyslaw Plank, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í kvöld vegna gruns um aðild að hrottalegu morði í Póllandi, segist vera saklaus. 14. apríl 2008 20:23 Plank í gæsluvarðhaldi til 6. maí Premyslaw Plank, sem grunaður um aðild að manndrápi og er eftirlýstur í heimalandi sínu, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. maí í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. apríl 2008 16:25 Trúaði trúbadorinn hýsti bæði morðingja og flóttamann Pólverjarnir Slawomir Sikora, sem myrti tvo mafíósa í Póllandi, og Premyslaw Plank sem sjálfur er grunaður um að vera mafíósi og handtekinn var í gær grunaður um óupplýst í Póllandi voru þar til nýlega báðir leigjendur hjá Guðlaugi Laufdal athafnamanni. 15. apríl 2008 12:16 Saksóknari í Póllandi segist hafa sannanir fyrir sekt Plank Fulltrúi saksóknara í Bydgoszcz í Póllandi segist hafa órækar sannanir fyrir því Premyslaw Plank sé sekur um hrottalegt morð sem framið var í borg síðasta sumar. 15. apríl 2008 15:15 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Jan Stawicki saksóknari í Wloclawek Póllandi þekkir vel mál Przemyslaw Plank sem handtekinn var á Íslandi í fyrradag grunaður um morð í heimalandi sínu. Plank er grunaður um að hafa myrt pólska boxarann Andrzej S. Hamel þann 21.mars á síðasta ári. „Lögreglan fann lík í nágrenni Wikaryjskie árinnar og á því voru nokkrir áverkar. Morðingjarnir voru fleiri en einn og þeir notuðu líklega sveðjur," segir Jan Stawicki saksóknari í samtali við Vísi. Plank sem kallaður er Plankton er talinn vera einn af þeim sem myrtu boxarann að sögn Stawicki en svo virðist sem um nokkurskonar klíkustríð hafi verið að ræða. „Przemysław Plank var hluti af Niedzóla genginu en Andrzej S. Hamel var meðlimur í gengi sem barðist við gengi Planktons um yfirráð í bænum," segir Stawicki þegar hann útskýrir ástæður morðsins. Aðspurður um hversvegna hann haldi að Plankton hafi komið til Íslands segist hann ekki vita það beint en grunar að það hafi verið til þess að flýja umræðuna í Póllandi. „Þegar hann fór til Íslands lágu fyrir þónokkrar upplýsingar um Hamel morðið og Niedzóla klíkuna. Það var mikið fjallað um þetta í blöðunum hérna en í upphafi rannsóknarinnar var Plankton aðeins vitni í málinu. Síðar var hann grunaður um morðið en þá flúði hann frá Póllandi." Plankton hefur haldið því fram m.a í íslenskum fjölmiðlum að hann hafi fjarvistarsönnun og gaf sig meðal annars fram eftir að umfjöllun um hann hófst hér á landi. Stawicki segist ekki vita til þess að Plankton hafi fjarvistarsönnun. „En þetta er vissulega áhugaverður punktur fyrir okkur. Það eina sem ég get sagt er að við höfum mjög góð sönnunargögn gegn honum." Stawicki segist ekki halda að fleiri meðlimir Niedzóla klíkunnar dvelji á Íslandi.
Tengdar fréttir Búið að handtaka eftirlýsta Pólverjann Búið er að handtaka Premyslaw Plank sem eftirlýstur var í Póllandi vegna gruns um aðild að morði þar í landi, eftir því sem Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík segir. 14. apríl 2008 19:13 Rak meintan morðingja Premyslaw Plank, sem grunaður er um aðild að hrottalegu morði í Póllandi, hefur unnið sem iðnaðarmaður í Hafnarfirði undanfarnar vikur. Honum var sagt upp störfum á laugardaginn eftir að Fréttablaðið greindi frá því að handtökuskipan hefði verið gefin út á hendur honum. 14. apríl 2008 14:30 Neitar aðild að pólsku mafíunni Przemyslaw Plank, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í kvöld vegna gruns um aðild að hrottalegu morði í Póllandi, segist vera saklaus. 14. apríl 2008 20:23 Plank í gæsluvarðhaldi til 6. maí Premyslaw Plank, sem grunaður um aðild að manndrápi og er eftirlýstur í heimalandi sínu, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. maí í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. apríl 2008 16:25 Trúaði trúbadorinn hýsti bæði morðingja og flóttamann Pólverjarnir Slawomir Sikora, sem myrti tvo mafíósa í Póllandi, og Premyslaw Plank sem sjálfur er grunaður um að vera mafíósi og handtekinn var í gær grunaður um óupplýst í Póllandi voru þar til nýlega báðir leigjendur hjá Guðlaugi Laufdal athafnamanni. 15. apríl 2008 12:16 Saksóknari í Póllandi segist hafa sannanir fyrir sekt Plank Fulltrúi saksóknara í Bydgoszcz í Póllandi segist hafa órækar sannanir fyrir því Premyslaw Plank sé sekur um hrottalegt morð sem framið var í borg síðasta sumar. 15. apríl 2008 15:15 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Búið að handtaka eftirlýsta Pólverjann Búið er að handtaka Premyslaw Plank sem eftirlýstur var í Póllandi vegna gruns um aðild að morði þar í landi, eftir því sem Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík segir. 14. apríl 2008 19:13
Rak meintan morðingja Premyslaw Plank, sem grunaður er um aðild að hrottalegu morði í Póllandi, hefur unnið sem iðnaðarmaður í Hafnarfirði undanfarnar vikur. Honum var sagt upp störfum á laugardaginn eftir að Fréttablaðið greindi frá því að handtökuskipan hefði verið gefin út á hendur honum. 14. apríl 2008 14:30
Neitar aðild að pólsku mafíunni Przemyslaw Plank, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í kvöld vegna gruns um aðild að hrottalegu morði í Póllandi, segist vera saklaus. 14. apríl 2008 20:23
Plank í gæsluvarðhaldi til 6. maí Premyslaw Plank, sem grunaður um aðild að manndrápi og er eftirlýstur í heimalandi sínu, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. maí í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. apríl 2008 16:25
Trúaði trúbadorinn hýsti bæði morðingja og flóttamann Pólverjarnir Slawomir Sikora, sem myrti tvo mafíósa í Póllandi, og Premyslaw Plank sem sjálfur er grunaður um að vera mafíósi og handtekinn var í gær grunaður um óupplýst í Póllandi voru þar til nýlega báðir leigjendur hjá Guðlaugi Laufdal athafnamanni. 15. apríl 2008 12:16
Saksóknari í Póllandi segist hafa sannanir fyrir sekt Plank Fulltrúi saksóknara í Bydgoszcz í Póllandi segist hafa órækar sannanir fyrir því Premyslaw Plank sé sekur um hrottalegt morð sem framið var í borg síðasta sumar. 15. apríl 2008 15:15