Lífið

Mikki refur kominn í húsdýragarðinn

Jón Gíslason tekur við Mikka ref. Hér er hann ásamt Alexander Veigari.
Jón Gíslason tekur við Mikka ref. Hér er hann ásamt Alexander Veigari.

Vísir sagði frá örlögum yrðlings nokkurs sem fannst einn á reiki í kríuvarpinu út af Reykjanesi fyrir helgi. Þá hafði fjölskylda í Grindavík tekið yrðlinginn að sér og vakti hann mikla athygli í sandkassaloki í garðinum. Nú hefur fjölskyldan losað sig við yrðlinginn og er hann kominn í húsdýragarðinn.

„Þau höfðu samband við okkur en við höfum verið með verkefni sem heitir Villt dýr í hremmingum og tökum að okkur svona dýr þegar ekkert annað er í stöðunni," segir Jón Gíslason yfirdýrahirðir í húsdýragarðinum í Laugardal. Refurinn sem er mjög ungur að árum fannst einn reikandi og var búinn að týna foreldrum sínum.

Fjölskyldufarðinn Þorvaldur Sæmundsson kom með yrðlinginn heim og fékk hann viðurnefnið Mikki Refur. Það var sonurinn Alexander Veigar sem skýrði refinn. „Það er nú ekki búið að kyngreina hann nákvæmlega en Mikki refur er ágætt nafn á hann eins og er," segir Jón en fyrir eru tveir villtir refir í garðinum.

Jón segir refina í húsdýragarðinum vekja mikla athygli. „Það er ekki á hverjum degi sem fólk kemst í návígi við svona villt dýr."

Og Jón er ánægður með að fá Mikka til liðs við húsdýragarðinn. „Já maður fagnar því að geta bjargað svona lífi."


Tengdar fréttir

Mikki refur í garðinum í Grindavík

Þorvaldur Sæmundsson íbúi í Grindavík var staddur í kríuvarpi út af Reykjanesi þegar hann rakst á yrðling. Yrðlingurinn hefur vakið mikla athygli í bænum og hafa þrjár fjölskyldur komið að skoða hann í dag. Búið er að gefa honum nafn og er hann ekki kallaður neitt annað en Mikki refur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.