Lífið

Mikki refur í garðinum í Grindavík

Breki Logason skrifar
Mikki refur og Alexander Veigar
Mikki refur og Alexander Veigar

Þorvaldur Sæmundsson íbúi í Grindavík var staddur í kríuvarpi út af Reykjanesi þegar hann rakst á yrðling. Yrðlingurinn hefur vakið mikla athygli í bænum og hafa þrjár fjölskyldur komið að skoða hann í dag. Búið er að gefa honum nafn og er hann ekki kallaður neitt annað en Mikki refur.

„Ég náði að setja spýtu ofan á hausinn á honum og rífa síðan í hnakkadrambið á honum þannig að hann gat ekkert bitið," segir Þorvaldur sem sjálfur hefur verið að skjóta tófur í gegnum árin.

„Síðan setti ég hann bara á mottuna farþegamegin þar sem hann er nú ekkert svakalega stór."

Fjölskyldan í Grindavík er með yrðlinginn úti í garði í loki fyrir sandkassa og er hann snarvitlaus að sögn Þorvaldar. „Hann urrar, bítur og hvæsir þegar honum er rétt eitthvað."

 

Mikki Refur

Þorvaldi langaði að sýna syni sínum Alexander Veigari gripinn og því tók hann yrðlinginn með heim. „Hann er voðalega ánægður með þetta og er búinn að skýra hann. Hann heitir Mikki refur."

Fjölskyldan er ekki búin að ákveða hvort Mikki verði lengi í garðinum en hann hefur allavega vakið mikla athygli í Grindavík í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.