Innlent

Geir: Stýrivaxtahækkun er varnaraðgerð

MYND/Stöð 2

Bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segja stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun lið í aðgerðum stjórnvalda samkvæmt samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Eins og fram kom í morgun hækkaði Seðlabankinn stýrivexti úr 12 prósentum í 18. Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í hádeginu sagði Geir að þetta væri vonandi tímabundið ráðstöfun. Hér væri að ferðinni varnaraðgerð í gengismálum og það væri von flestra að vextir yrðu ekki svo háir lengi.

Aðspurður hvort þetta væri ekki áfall fyrir heimilin og fyrirtækin sagði Geir svo ekki vera það ef hækkunin væri sett í samhengi við heildarpakkan sem samið hefði verið við um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Sagðist hann búast við að með þessu myndi verðbólga taka að lækka og þá væri hægt að lækka stýrivexti í framhaldinu.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði hækkunina í samræmi við samkomulag sem gert hefði verið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinni sem hefði það að markmiði að koma á stöðuleika í gjaldeyrismálum. Hér væri á ferðinni nauðsynleg aðgerð. Vonandi yrðu vextir ekki svo háir í langan tíma og farið yrði að lækka þá áður en við vissum af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×