Enski boltinn

Ballack frá í þrjár vikur eftir uppskurð

NordicPhotos/GettyImages

Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Chelsea verður frá keppni næstu 2-3 vikurnar eftir að hafa farið í uppskurð á báðum fótum.

Ballack kenndi sér meins í landsleik með Þjóðverjum gegn Wales á miðvikudaginn og skoðun leiddi í ljós að hann væri með bólgna taugavefi í fótunum.

Luiz Scolari stjóri Chelsea hefur ekki stórar áhyggjur af meiðslum þýska landsliðsmannsins.

"Ballack verður frá í tvær til þrjár vikur. Ég er ekki reiður yfir þessu - ég er ánægður, því þetta gefur mér tækifæri til að sýna að ég sé góður stjóri," sagði Brasilíumaðurinn.

Chelsea sækir Middlesbrough heim á morgun og þar verður Scolari án manna eins og Joe Cole, Ashley Cole og Petr Cech markvarðar, auk Ballack.

Fyrirliðinn John Terry verður hinsvegar klár í liðið á ný eftir meiðsli.

"Það eru nokkur meiðsli í hópnum en ég næ í lið. Það er ekki vandamál þó nokkrir leikmenn séu meiddir," sagði Scolari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×