Innlent

Húsi sökkt í Tjörnina í þágu lista

Það var sérkennileg sjón sem blasti við vegfarendum við Tjörnina í morgun þegar verið var að sökkva þar húsi.

Um er að ræða listaverk sem komið var fyrir í tilefni af því að opnun Listahátíðar í Reykjavík er í dag. Verkið kallast Atlantis og er eftir þau Teu Makipaa og Halldór Úlafsson.

Það á að tákna hugmyndir mannanna um að lifa af. Dagskrá Listahátíðarinnar stendur næstu næstu þrjár vikurnar og verður þar að finna fjölbreytta tónlistar- og sviðslistaviðburði auk fjölda myndlistasýninga. Aðaláhersla hátíðarinnar í ár er myndlist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×