Lífið

Uppgötvuð á YouTube

Sigríður Thorlacius. MYND/Leó Stefánsson
Sigríður Thorlacius. MYND/Leó Stefánsson

„Skipuleggjendur þessara verðlauna höfðu séð hljómsveitina á Youtube og í kjölfarið á því ákváðu þeir að tilnefna hljómsveitina á næsta ári," svarar Sigríður Thorlacius annar söngvari Hjaltalín þegar Vísir spyr hana út í tilnefningu Time For Peace Awards, sem er árleg kvikmynda og tónlistarverðlaunahátíð sem er haldin hátíðleg í þágu friðar fyrir lagið: "The Trees Don't Like the Smoke".

„Ég held okkur finnist þetta blessunarlega öllum gaman. Við höfum gaman af því að vera öll saman," svarar söngkonan aðspurð hvort hún fái aldrei leið á að ferðast um heiminn og syngja upp á hvern einasta dag.

Hljómsveitin Hjaltalín. MYND/Leó Stefánsson
Bandið hyggst leggjast í víking um helgina en á morgun spilar sveitin á einni stærstu tónlistarhátíð Skandinavíu, SPOT í Árósum. Strax daginn eftir spilar sveitin svo á Loppen, einum aðaltónleikastað Kaupmannahafnar, ásamt dönsku sveitinni The Late Parade. Síðan heldur bandið beinustu leið til Englands til að leika fyrir dansi á tónleikum í Brighton og London.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.