Innlent

Sendiherra fundaði með fulltrúum sveitarfélaga í Bretlandi

Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi átti í dag fund með fulltrúum Samtaka sveitarfélaga í Bretlandi vegna innistæða þeirra í íslenskum bönkum þar í landi.

Viðræður aðila voru vinsamlegar eftir því sem segir á vef utanríkisráðuneytisins. Sendiherrann upplýsti fulltrúa samtakanna um stöðu viðræðna íslenskra og breskra stjórnvalda og urðu fundarmenn sammála um að vera í sambandi vegna málsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×