Íslenski boltinn

KR hefur yngst um sjö ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Ólafur Hjartarson verður meðal eldri leikmanna KR í sumar.
Grétar Ólafur Hjartarson verður meðal eldri leikmanna KR í sumar. Víkurfréttir/Þorgils

Athyglisverð grein má finna á stuðningsmannasíðu KR, krreykjavik.is, þar sem fjallað er um meðalaldur KR-liðsins í fyrra og nú á undirbúningstímabilinu.

KR gekk skelfilega á síðasta keppnistímabili og hafnaði í áttunda sæti deildarinnar með einungis sextán stig sem hefði sjaldnast dugað til að bjarga sér frá falli í tíu liða efstu deild.

Í síðasta leik liðsins í haust, gegn Fylki, var meðalaldur byrjunarliðs KR 30,4 ár eftir því sem segir í greininni. Sjö leikmenn voru komnir yfir þrítugt og yngsti leikmaðurinn var 24 ára gamall.

Nú eru breyttir tímar en í síðasta leik liðsins í deildabikarkeppninni, gegn FH, var meðalaldur byrjunarliðs KR 23,6 ár. Má því segja að lið KR hafi yngst um tæplega sjö ár á nokkrum mánuðum.

Elsti maðurinn í liðinu var fyrirliðinn Gunnlaugur Jónsson sem er 34 ára gamall og sá yngsti Eggert Rafn Eggertsson, átján ára gamall.

Lesa má greinina í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×