Innlent

Bogi rannsakar fall bankanna

Bogi Nilsson fyrrverandi ríkissaksóknari hefur verið ráðinn til að sinna undirbúningsrannsókn á falli bankanna. Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, gerði allsherjarnefnd Alþingis grein fyrir rannsókninni í dag.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, fól fyrr í mánuðinum ríkissaksóknara að hefja undirbúning að rannsókn á atburðarrásinni á fjármálamarkaðnum að undanförnu og falli bankanna. Allsherjarnefnd Alþingis fjallaði í morgun um athugun á hugsanlegri refsiverðri háttsemi á fjármálamarkaði og kallaði Valtý fyrir nefndina.

Rikissaksóknari mun vinna þetta í samstarfi við aðrar stofnanir sem að slíkum málum koma og vinnan er þegar hafin.

Dómsmálaráðherra væntir skýrslu frá ríkissaksóknara eigi síðar en í árslok. Birgir Ármansson, formaður allsherjarnefndar, segir ekki um eiginlega rannsókn, heldur könnun á því hvort tilefni sé til rannsóknar á tilteknum þáttum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×