Enski boltinn

Ray Wilkins tekur við af Clarke

Wilkins var áður hjá U-21 árs liði Englendinga
Wilkins var áður hjá U-21 árs liði Englendinga NordicPhotos/GettyImages

Ray Wilkins hefur verið ráðinn þjálfari hjá Chelsea í stað Steve Clarke sem fór til West Ham á dögunum. Wilkins er fyrrum leikmaður Chelsea og varð bikarmeistari með liðinu árið 2000 sem aðstoðarmaður Gianluca Vialli.

Wilkins spilaði á sínum tíma 198 leiki með Chelsea og var gerður að fyrirliða liðsins aðeins 18 ára gamall. Hann á að baki leiki með enska landsliðinu og verður nú hægri hönd Luiz Felipe Scolari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×