Enski boltinn

Real enn á eftir Ronaldo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United.
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Bernd Schuster, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur staðfest að félagið vonast til þess fá Cristiano Ronaldo til félagsins næsta sumar, í síðasta lagi.

Ronaldo, leikmaður Manchester United, var sterklega orðaður við Real síðasta sumar og var gríðarlega mikið fjallað um málið í heimspressunni.

„Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur þar sem það væri svo sannarlega þess verði að fá þennan leikmann," sagði Schuster í samtali við spænska blaðið Marca.

„Ég held að það verði örlítið flókið fyrir félagið hans að halda honum lengur í sínum herbúðum," bætti hann við.

Ronaldo er samningsbundinn United til 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×