Lífið

Sólheimar kaupa átta geitur í Suður Afríku

Breki Logason skrifar
Frá Sólheimum í Grímsnesi
Frá Sólheimum í Grímsnesi

Íbúar Sólheima í Grímsnesi og styrktarsjóður heimilsins hafa fest kaup á átta geitum handa heimili í Suður Afríku. Guðmundur Ármann Pétursson forstöðumaður segir kaupin á geitunum kærkomin fyrir íbúa heimilisins sem er í einu fátækasta hverfi landsins.

„Við höfum verið með frá upphafi og þetta hefur undið upp á sig. Við erum að styðja við bakið á einstaklingum þarna og fáum reglulegar fréttir af þeim," segir Guðmundur en tæpt ár er síðan Sólheimar fóru að styrkja uppbyggingu heimilins sem ber heitið, Heimili friðarins. „Við náum að greiða fyrir nokkra einstaklinga þarna og nú voru geiturnar að bætast við."

Guðmundur segir geiturnar skipta fólkið gríðarlega miklu máli því aðgangur að mjólk sé erfiður í hverfinu. Geiturnar átta voru allar "óléttar" og því er von á einhverjum kiðlingum á næstunni.

„Á þessu heimili er verið að liðsinna fötluðum einstaklingum í samfélagsformi og ætli þau séu ekki á þeim stað sem við vorum fyrir einhverjum 80 árum síðan. Við þekkjum þetta og vitum að framundan er mikil barátta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.