Tryggvi: Ég gleymdi mér í gleðinni - Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. september 2008 13:27 „Auðvitað sé ég eftir þessu. Þetta var kjánalegt. Ég gleymdi mér bara í gleðinni," sagði Tryggvi Guðmundsson í samtali við Vísi í dag. Tryggvi fékk að líta gula spjaldið í leik FH og Keflavíkur í gær fyrir óíþróttamannslega framkomu og að ögra leikmönnum Keflavíkur. Eftir að FH skoraði sigurmark sitt í leiknum undir lokin fagnaði Tryggvi markinu beint fyrir framan leikmenn Keflavíkur. Markið þýddi að FH á enn möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en jafntefli hefði þýtt að Keflavík hefði orðið Íslandsmeistari. „Það fór í taugarnar á mér hvenig þeir fögnuðu seinna markinu - bara eins og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar. Það kveikti í mér." „Svo átti ég sjálfur þátt í markinu okkar og það er bara ekki kveikt á öllum perum þegar svona atriði kemur upp. Ég baðst líka afsökunar á þessu eftir leik enda óhugsað og kjánalegt. Ég sá eftir þessu strax." Þetta var fjórða gula spjald Tryggva í sumar sem þýðir að hann verður í banni í lokaumferðinni þegar FH fer í heimsókn í Árbæinn. Þriðja gula spjaldið fékk hann er hann fagnaði sínu 100. marki á ferlinum í leik gegn Val. „Spjaldið sem ég fékk í gær var alveg klárt en hitt öllu verra. Mér fannst það mjög strangt að gefa mér gult fyrir að fagna þetta stórum áfanga. Það sem ég gerði var heldur ekki gróft. Ég lyfti upp treyjunni og sýndi C-ið." Tryggvi segir að keppnisskapið hafi oft komið sér í vandræði en utan vallar sé hann öllu skapbetri. „Það er fullt af fólki sem heldur að ég sé algjör bastarður og hef ég fundið fyrir því sjálfur. Ég er samt ljúfur drengur og vill engum illt, þó svo að ég geti verið alveg bandvitlaus inn á vellinum." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jóhannes: Ég gaf Dennis gult Jóhannes Valgeirsson, dómari leiks FH og Vals, staðfestir að Dennis Siim hafi fengið áminningu í leiknum sem þýðir að hann átti að vera í banni í leik Keflavíkur og FH í gær. 22. september 2008 10:41 Kristján um Tryggva: Svona hagar maður sér ekki Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, segir að hegðun Tryggva Guðmundssonar í leik FH og Keflavíkur í gær sé ekki leikmanni í Landsbankadeildinni sæmandi. 22. september 2008 13:00 FH án Tryggva og Dennis gegn Fylki Tryggvi Guðmundsson mun missa af leik Fylkis og FH í lokaumferð Landsbankadeildar karla þar sem hann fékk sitt fjórða gula spjald á leiktíðinni í leik FH og Keflavíkur í gær. 22. september 2008 11:56 Dennis getur spilað með FH gegn Breiðabliki Dennis Siim er óheimilt að taka út leikbann í leik FH og Breiðabliks á næstkomandi miðvikudag er liðin mætast í frestuðum leik. 22. september 2008 11:13 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
„Auðvitað sé ég eftir þessu. Þetta var kjánalegt. Ég gleymdi mér bara í gleðinni," sagði Tryggvi Guðmundsson í samtali við Vísi í dag. Tryggvi fékk að líta gula spjaldið í leik FH og Keflavíkur í gær fyrir óíþróttamannslega framkomu og að ögra leikmönnum Keflavíkur. Eftir að FH skoraði sigurmark sitt í leiknum undir lokin fagnaði Tryggvi markinu beint fyrir framan leikmenn Keflavíkur. Markið þýddi að FH á enn möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en jafntefli hefði þýtt að Keflavík hefði orðið Íslandsmeistari. „Það fór í taugarnar á mér hvenig þeir fögnuðu seinna markinu - bara eins og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar. Það kveikti í mér." „Svo átti ég sjálfur þátt í markinu okkar og það er bara ekki kveikt á öllum perum þegar svona atriði kemur upp. Ég baðst líka afsökunar á þessu eftir leik enda óhugsað og kjánalegt. Ég sá eftir þessu strax." Þetta var fjórða gula spjald Tryggva í sumar sem þýðir að hann verður í banni í lokaumferðinni þegar FH fer í heimsókn í Árbæinn. Þriðja gula spjaldið fékk hann er hann fagnaði sínu 100. marki á ferlinum í leik gegn Val. „Spjaldið sem ég fékk í gær var alveg klárt en hitt öllu verra. Mér fannst það mjög strangt að gefa mér gult fyrir að fagna þetta stórum áfanga. Það sem ég gerði var heldur ekki gróft. Ég lyfti upp treyjunni og sýndi C-ið." Tryggvi segir að keppnisskapið hafi oft komið sér í vandræði en utan vallar sé hann öllu skapbetri. „Það er fullt af fólki sem heldur að ég sé algjör bastarður og hef ég fundið fyrir því sjálfur. Ég er samt ljúfur drengur og vill engum illt, þó svo að ég geti verið alveg bandvitlaus inn á vellinum."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jóhannes: Ég gaf Dennis gult Jóhannes Valgeirsson, dómari leiks FH og Vals, staðfestir að Dennis Siim hafi fengið áminningu í leiknum sem þýðir að hann átti að vera í banni í leik Keflavíkur og FH í gær. 22. september 2008 10:41 Kristján um Tryggva: Svona hagar maður sér ekki Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, segir að hegðun Tryggva Guðmundssonar í leik FH og Keflavíkur í gær sé ekki leikmanni í Landsbankadeildinni sæmandi. 22. september 2008 13:00 FH án Tryggva og Dennis gegn Fylki Tryggvi Guðmundsson mun missa af leik Fylkis og FH í lokaumferð Landsbankadeildar karla þar sem hann fékk sitt fjórða gula spjald á leiktíðinni í leik FH og Keflavíkur í gær. 22. september 2008 11:56 Dennis getur spilað með FH gegn Breiðabliki Dennis Siim er óheimilt að taka út leikbann í leik FH og Breiðabliks á næstkomandi miðvikudag er liðin mætast í frestuðum leik. 22. september 2008 11:13 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Jóhannes: Ég gaf Dennis gult Jóhannes Valgeirsson, dómari leiks FH og Vals, staðfestir að Dennis Siim hafi fengið áminningu í leiknum sem þýðir að hann átti að vera í banni í leik Keflavíkur og FH í gær. 22. september 2008 10:41
Kristján um Tryggva: Svona hagar maður sér ekki Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, segir að hegðun Tryggva Guðmundssonar í leik FH og Keflavíkur í gær sé ekki leikmanni í Landsbankadeildinni sæmandi. 22. september 2008 13:00
FH án Tryggva og Dennis gegn Fylki Tryggvi Guðmundsson mun missa af leik Fylkis og FH í lokaumferð Landsbankadeildar karla þar sem hann fékk sitt fjórða gula spjald á leiktíðinni í leik FH og Keflavíkur í gær. 22. september 2008 11:56
Dennis getur spilað með FH gegn Breiðabliki Dennis Siim er óheimilt að taka út leikbann í leik FH og Breiðabliks á næstkomandi miðvikudag er liðin mætast í frestuðum leik. 22. september 2008 11:13