Enski boltinn

Evra reiður vegna bannsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrice Evra í leik með Manchester United.
Patrice Evra í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Patrice Evra, leikmaður Manchester United, segist vera reiður vegna fjögurra leikja bannsins sem aganefnd enska knattspyrnusambandsins dæmdi hann í á dögunum.

Evra var fundinn sekur um óíþróttamannslega framkomu er honum lenti saman við starfsmann Chelsea eftir leik gegn United á síðasta keppnistímabili.

Evra hefur þverneitað því að hafa ráðist á umræddan starfsmann. „Ég er mjög reiður vegna þess að ég snerti ekki nokkurn mann," sagði han í samtali við sjónvarpsstöð Manchester United.

„En nú er ég kominn í fjögurra leikja bann. En nú ætla ég að einbeita mér að heimsmeistarakeppni félagsliða því ég vil vinna þá keppni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×