Erlent

Stakk nokkra með hnífi í miðborg Oslóar

Maður gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Osló í kvöld og stakk nokkra með hnífi. Frá þessu greinir á norsku netmiðlum.

Atvikið átti sér stað í Gunerius-verslunarmiðstöðinni í miðborg Oslóar og hefur einn maður verið handtekinn vegna málsins. Sá er samkvæmt Aftenposten 36 ára gamall Sómali sem áður hefur komist í kast við lögin vegna fíkniefnabrota og ofbeldis.

Tvö fórnarlambanna voru flutt á sjúkrahús vegna sára sinna en eitt á svokallaða læknavakt þar sem sárin reyndust minni en hinna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×