Innlent

Fóðurinnflutningur með eðlilegum hætti

MYNND/GVA

Innkaup á korni til fóðurgerðar eru í eðlilegum farvegi að sögn framkvæmdastjóra Fóðurblöndunnar, Eyjólfs Sigurðssonar. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins.

Þar segir að í framhaldi af fréttaflutningi um yfirvofandi skort á hráefnum til fóðurgerðar vilji hann taka fram að innkaup á korni séu í eðlilegum farvegi og reikningar erlendis hafi verið greiddir. Í dag séu til hráefnabirgðir og fullunnar vörur sem nægi til einnar mánaðar sölu en það sé eðlegt magn.

Þá séu greiðslur til birgja erlendis í viðunandi horfi, en hráefni til fóðurgerðar eru í forgangi hjá Seðlabanka Íslands varðandi úthlutun á gjaldeyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×