Fótbolti

Fáklæddar konur trufluðu æfingu ítalska landsliðsins

Nordic Photos / AFP
Nordic Photos / AFP

Tvær fáklæddar konur hlupu óboðnar inn á æfingasvæði ítalska landsliðsins í knattspyrnu í vikunni.

Ítalir eru í óða önn að undirbúa sig fyrir EM í knattspyrnu í sumar en ólíklegt þykir að þessi uppákoma hafi skaðað þann undirbúning að einhverju leyti.

Atvikið átti sér stað í æfingabúðum landsliðsins rétt utan Flórens en vallarverðir tóku konurnar föstum tökum. Þetta virtist ekki fá mikið á landsliðsmenninna sem héldu áfram æfingum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×