10 verstu leikmannakaup Chelsea 15. september 2008 12:09 Andriy Shevchenko er eitt stærsta "flopp" knattspyrnusögunnar NordicPhotos/GettyImages Forráðamenn Chelsea halda því fram að félagið muni brátt ná takmörkum sínum um að láta rekstur félagsins standa undir sér. Ef tekið er mið af leikmannakaupum félagsins undanfarin ár er erfitt að sjá það dæmi ganga upp og hefur breska blaðið Sun tekið saman lista yfir 10 verstu fjárfestingar Chelsea á leikmannamarkaðnum síðustu ár.10. Khalid Bhoularouz Varnarmaðurinn sem kallaður var "mannætan" var í miklum metum hjá Jose Mourinho þegar hann var keyptur fyrir 8 milljónir punda á sínum tíma, en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá Chelsea. Hann fór fljótlega sem lánsmaður til Spánar og var keyptur til Hamburg í Þýskalandi fyrir skömmu á um það bil helminginn af því verði sem hann kostaði Chelsea.9. Asier Del Horno Jose Mourinho keypti Spánverjann til Chelsea á sínum tíma en hann náði aldrei að festa sig í sessi þrátt fyrir að halda Wayne Bridge út úr liðinu. Del Horno átti svo ekki möguleika eftir að Ashley Cole var keyptur frá Arsenal og var að lokum seldur til Valencia á Spáni fyrir 3 milljónum lægri upphæð en hann var keyptur fyrir.8. Scott Parker Claudio Ranieri splæsti 10 milljónum af peningum Roman Abramovich í Parker í byrjun ársins 2005 þar sem enska miðjumanninum var ætlað að vinna sér sæti í liðinu við hlið Claude Makelele og Frank Lampard. Eftir eitt og hálft ár var hann hinsvegar seldur til Newcastle fyrir 6,5 milljónir punda.7. Geremi Þessi fjölhæfi leikmaður var einn af þeim fyrstu sem keyptir voru fyrir milljarða Abramovich. Geremi gat sér gott orð hjá Real Madrid áður en hann kom til Englands, en hann var aldrei meira en fjölhæf varaskeifa í liði Chelsea. Hann var loks látinn fara til Newcastle á frjálsri sölu eftir fjögur ár af gremju á bekknum hjá Chelsea.6. Damien Duff Það kom nokkrum á óvart þegar Duff var keyptur til Chelsea frá Blackburn fyrir 17 milljónir punda árið 2003, en hann var eitraður á vængnum á móti Arjen Robben í byrjun ferilsins á Brúnni. Írinn hefur hinsvegar átt við erfið meiðsli að stríða síðustu ár og þremur árum eftir að hafa keypt hann - seldi Chelsea hann til, jú, Newcastle - fyrir aðeins 5 milljónir punda. Adrian MutuAFP 5. Shaun Wright-Phillips Wright-Phillips átti að verða framtíðarmaður á hægri vængnum hjá Chelsea eftir að hafa verið keyptur á 21 milljón punda frá Manchester City. Hinn smávaxni og fljóti Wright-Phillips kom sér þó hvorki í náðina hjá Mourinho né Avram Grant og því kom ekki á óvart þegar Phil Scolari samþykkti að láta hann fara til City á ný fyrir 12 milljónir punda.4. Juan Sebastian Veron Þetta verða að teljast ein undarlegustu kaup Chelsea á síðari árum. Veron hafði skapað sér nafn sem einn skæðasti miðjumaður heimsins áður en hann var keyptur á stórfé til Manchester United á sínum tíma, en þar var hann eitt stærsta "flopp" í sögu úrvalsdeildarinnar. Chelsea virtist vera búið að gleyma því þegar leikmaðurinn var keyptur þangað fyrir 15 milljónir punda árið 2003, en hann sló ekki frekar í gegn þar en hjá United. Hann var látinn fara frá Chelsea á frjálsri sölu.3. Adrian Mutu Rúmeninn var keyptur til Chelsea fyrir tæpar 16 milljónir punda árið 2003 en var síðar rekinn frá félaginu fyrir kókaínneyslu eins og frægt er orðið. Chelsea lét hann fara á frjálsri sölu og samdi síðar við Juventus eftir að hafa setið af sér 7 mánaða keppnisbann. Síðan hefur Mutu verið gert að greiða Chelsea um 2 milljarða punda í miskabætur, en hann hefur áfrýjað dómnum.2. Hernan Crespo Argentínski framherjinn þótti einn besti framherji heimsins á árum sínum á Ítalíu. Hann var keyptur á 16,8 milljónir punda til Chelsea árið 2003 og þótti undirstrika að Roman Abramovich var sannarlega alvara með að gera Chelsea að stórveldi í Evrópu. Crespo náði aldrei að slá í gegn á Englandi þrátt fyrir að pota inn marki og marki, en hann var látinn fara frá félaginu í sumar á frjálsri sölu eftir að hafa verið á lánssamningum hér og þar lengst af Chelsea-ferlinum.1. Andriy Shevchenko Eins og sjá má á innkaupalista Chelsea undanfarin ár hefur félagið tapað vænum fúlgum í leikmenn sem litlu hafa skilað, en enginn þeirra kemst með tærnar þar sem Shevchenko hefur hælana. Úkraínumaðurinn var keyptur fyrir metfé, 30 milljónir punda, frá AC Milan árið 2006, en niðurstaðan var líklega eitt stærsta flopp í sögu knattspyrnu - ef ekki það stærsta. Eftir tvö ár af vonbrigðum var Shevchenko sendur aftur til AC Milan á brot af upphæðinni sem hann kostaði. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Crystal Palace - Tottenham | Margir í banni hjá gestunum Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira
Forráðamenn Chelsea halda því fram að félagið muni brátt ná takmörkum sínum um að láta rekstur félagsins standa undir sér. Ef tekið er mið af leikmannakaupum félagsins undanfarin ár er erfitt að sjá það dæmi ganga upp og hefur breska blaðið Sun tekið saman lista yfir 10 verstu fjárfestingar Chelsea á leikmannamarkaðnum síðustu ár.10. Khalid Bhoularouz Varnarmaðurinn sem kallaður var "mannætan" var í miklum metum hjá Jose Mourinho þegar hann var keyptur fyrir 8 milljónir punda á sínum tíma, en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá Chelsea. Hann fór fljótlega sem lánsmaður til Spánar og var keyptur til Hamburg í Þýskalandi fyrir skömmu á um það bil helminginn af því verði sem hann kostaði Chelsea.9. Asier Del Horno Jose Mourinho keypti Spánverjann til Chelsea á sínum tíma en hann náði aldrei að festa sig í sessi þrátt fyrir að halda Wayne Bridge út úr liðinu. Del Horno átti svo ekki möguleika eftir að Ashley Cole var keyptur frá Arsenal og var að lokum seldur til Valencia á Spáni fyrir 3 milljónum lægri upphæð en hann var keyptur fyrir.8. Scott Parker Claudio Ranieri splæsti 10 milljónum af peningum Roman Abramovich í Parker í byrjun ársins 2005 þar sem enska miðjumanninum var ætlað að vinna sér sæti í liðinu við hlið Claude Makelele og Frank Lampard. Eftir eitt og hálft ár var hann hinsvegar seldur til Newcastle fyrir 6,5 milljónir punda.7. Geremi Þessi fjölhæfi leikmaður var einn af þeim fyrstu sem keyptir voru fyrir milljarða Abramovich. Geremi gat sér gott orð hjá Real Madrid áður en hann kom til Englands, en hann var aldrei meira en fjölhæf varaskeifa í liði Chelsea. Hann var loks látinn fara til Newcastle á frjálsri sölu eftir fjögur ár af gremju á bekknum hjá Chelsea.6. Damien Duff Það kom nokkrum á óvart þegar Duff var keyptur til Chelsea frá Blackburn fyrir 17 milljónir punda árið 2003, en hann var eitraður á vængnum á móti Arjen Robben í byrjun ferilsins á Brúnni. Írinn hefur hinsvegar átt við erfið meiðsli að stríða síðustu ár og þremur árum eftir að hafa keypt hann - seldi Chelsea hann til, jú, Newcastle - fyrir aðeins 5 milljónir punda. Adrian MutuAFP 5. Shaun Wright-Phillips Wright-Phillips átti að verða framtíðarmaður á hægri vængnum hjá Chelsea eftir að hafa verið keyptur á 21 milljón punda frá Manchester City. Hinn smávaxni og fljóti Wright-Phillips kom sér þó hvorki í náðina hjá Mourinho né Avram Grant og því kom ekki á óvart þegar Phil Scolari samþykkti að láta hann fara til City á ný fyrir 12 milljónir punda.4. Juan Sebastian Veron Þetta verða að teljast ein undarlegustu kaup Chelsea á síðari árum. Veron hafði skapað sér nafn sem einn skæðasti miðjumaður heimsins áður en hann var keyptur á stórfé til Manchester United á sínum tíma, en þar var hann eitt stærsta "flopp" í sögu úrvalsdeildarinnar. Chelsea virtist vera búið að gleyma því þegar leikmaðurinn var keyptur þangað fyrir 15 milljónir punda árið 2003, en hann sló ekki frekar í gegn þar en hjá United. Hann var látinn fara frá Chelsea á frjálsri sölu.3. Adrian Mutu Rúmeninn var keyptur til Chelsea fyrir tæpar 16 milljónir punda árið 2003 en var síðar rekinn frá félaginu fyrir kókaínneyslu eins og frægt er orðið. Chelsea lét hann fara á frjálsri sölu og samdi síðar við Juventus eftir að hafa setið af sér 7 mánaða keppnisbann. Síðan hefur Mutu verið gert að greiða Chelsea um 2 milljarða punda í miskabætur, en hann hefur áfrýjað dómnum.2. Hernan Crespo Argentínski framherjinn þótti einn besti framherji heimsins á árum sínum á Ítalíu. Hann var keyptur á 16,8 milljónir punda til Chelsea árið 2003 og þótti undirstrika að Roman Abramovich var sannarlega alvara með að gera Chelsea að stórveldi í Evrópu. Crespo náði aldrei að slá í gegn á Englandi þrátt fyrir að pota inn marki og marki, en hann var látinn fara frá félaginu í sumar á frjálsri sölu eftir að hafa verið á lánssamningum hér og þar lengst af Chelsea-ferlinum.1. Andriy Shevchenko Eins og sjá má á innkaupalista Chelsea undanfarin ár hefur félagið tapað vænum fúlgum í leikmenn sem litlu hafa skilað, en enginn þeirra kemst með tærnar þar sem Shevchenko hefur hælana. Úkraínumaðurinn var keyptur fyrir metfé, 30 milljónir punda, frá AC Milan árið 2006, en niðurstaðan var líklega eitt stærsta flopp í sögu knattspyrnu - ef ekki það stærsta. Eftir tvö ár af vonbrigðum var Shevchenko sendur aftur til AC Milan á brot af upphæðinni sem hann kostaði.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Crystal Palace - Tottenham | Margir í banni hjá gestunum Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira