Innlent

Ekki má sópa neinu undir teppið

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn.
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn.

Samstaða í stjórnmálum við núverandi aðstæður í samfélaginu er mikilvæg, að mati Dags B. Eggertssonar borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Mikilvægt er að víðtæk samstaða takist um öryggi og velferð, skjaldborg verði slegið um atvinnulíf og fjölskyldur, eftir því sem nokkur er kostur.

Þetta kom fram í umræðum í borgarstjórn Reykjavíkur í dag þegar rætt var um grunnþjónustu borgarinnar við núverandi efnahagsaðstæður.

,,Það er mikilvægt að samstaða takist um skýra áherslu á réttlæti þegar Ísland verður endurreist á nýjum grunni," sagði Dagur.

Dagur sagði að stjórnmálamenn verði að horfast í augu við að ekkert er eins og áður. Trúnaðartraust til stofnana samfélagsins er í lágmarki, enda hefur efnahagsstefna, peningamálastefna og hugmyndafræði síðasta áratugar beðið skipbrot, að mati Dags.

,,Ef við ætlum að endurvinna traust kynslóðanna sem nú sitja eftir með sárt ennið en bíður hins vegar það gríðarlega verkefni að endurreisa Ísland hlýtur og verður fyrsta skrefið að vera skilyrðislaus trygging fyrir því að hrunið verði að gert heiðarlega og rækilega upp. Þar þarf að tryggja að engu verði sópað undir teppið og að ábyrgð verði öxluð á því sem aflaga hefur farið," sagði Dagur.

Aðeins þannig sé hægt að byrja enduruppbygginguna og sameina þjóðina um það verkefni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×