Erlent

Norður-Kóreumenn hafa uppi hótanir eftir liðhlaup

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu sem sumar leyniþjónustur telja löngu dauðan og nú leikinn af staðgenglum.
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu sem sumar leyniþjónustur telja löngu dauðan og nú leikinn af staðgenglum. MYND/AP

Norður-Kóreumenn hóta nágrönnum sínum í suðri því að skilja eftir sig sviðna jörð á landi þeirra, láti þeir ekki þegar af því sem norðanmenn kalla ógnandi tilburði sunnan megin við hlutlausa beltið sem aðskilur Norður- og Suður-Kóreu.

Birtu norðurkóreskir fjölmiðlar hótunina í morgun en kveikjan að henni er talin vera flótti hermanns frá Norður-Kóreu yfir í suðurhlutann og ósk hans um að sér verði veitt þar pólitískt hæli. Sagði maðurinn Suður-Kóreumönnum að hann hræddist framtíðina innan vébanda kommúnistaríkisins og hefði því hlaupist undan merkjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×