Enski boltinn

Riley hefur farið minnst í taugarnar á þeim

Mike Riley
Mike Riley NordicPhotos/GettyImages

Það kemur í hlut Mike Riley frá Jórvíkurskíri að dæma stórleik Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Breska blaðið Sun var ekki lengi að finna svörin við því af hverju Riley verður látinn flauta leikinn mikilvæga - þar sem þeir bláklæddu geta náð níu stiga forskoti á United í töflunni með sigri.

Heimildamaður Sun í úrvalsdeildinni segir Riley hafa verið valinn af því hann sé minnst hataði dómarinn af félögunum tveimur.

"Riley er sá dómari í úrvalsdeildinni sem hefur farið minnst í taugarnar á þeim," hafði blaðið eftir heimildamanninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×