Íslenski boltinn

KR og Fram bæta í leikmannahópinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi Ólafsson ásamt þeim Rúnari Kristinssyni og Jónasi Guðna Sævarssyni er sá síðastnefndi gekk til liðs við félagið í haust.
Logi Ólafsson ásamt þeim Rúnari Kristinssyni og Jónasi Guðna Sævarssyni er sá síðastnefndi gekk til liðs við félagið í haust. Mynd/E. Stefán

Reykjavíkurliðin KR og Fram hafa bætt við sig erlendum leikmönnum í leikmannahópa sína.

KR-ingar hafa fengið til liðs við sig Portúgalann Jordao Diogo sem hefur leikið í utandeildinni í Englandi undanfarin þrjú ár. Þetta staðfesti Logi Ólafsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi.

„Þetta er örvfættur leikmaður sem getur leikið bæði á kanti og sem bakvörður. Það var Arnór Guðjohnsen sem benti okkur á þennan strák og hann sýndi okkur strax á æfingum að þetta væri leikmaður sem við gætum notað," sagði Logi. Diogo er 23 ára gamall.

Þá hefur Fram samið við Joe Tillen til eins árs en hann er yngri bróðir Sam Tillen sem samdi við Fram nú í vetur.

Joe er yngri bróðir Sam og er einnig örvfættur sem getur leikið bæði á kantinum og sem bakvörður. Hann ólst upp hjá Chelsea en hefur verið á mála hjá MK Dons á Englandi. Þetta kom fram á heimasíðu Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×