Róbert: Fyrirferð RÚV á aulýsingamarkaði veikir lýðræðið 4. nóvember 2008 17:36 Róbert Marshall, varaþingmaður. Ari Edwald, forstjóri 365 hf. Róbert Marshall, varaþingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði valdi samþjöppun einkarekinna miðla og veiki lýðræðið. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þar sem rætt var um stöðuna á fjölmiðlamarkaði. Róbert fullyrti í sömu ræðu að forstjóri 365 miðla vilji ákveða sjálfur hverjir vinni á fréttastofu og á Fréttablaðinu. Ari Edwald, forstjóri 365, segir slíkt ekki viðhaft hjá 365. Þar hafi stjórnendur sjálfræði um sitt mannahald. Fyrirferð ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði veldur samþjöppun einkarekinna miðla á fjölmiðlamarkaði og veikir lýðræðið," sagði Róbert. „Það segir sig sjálft að þegar fjölmiðlar standa illa of atvinnuleysi er á meðal blaðamanna þá veikjast kínamúrar á fréttastofum." Hann sagði að enginn þyrfti að velkjast í vafa um að stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja, hvort sem þau séu rekin af ríkinu eða einkaaðilum, reyni að hafa áhrif á fréttamiðla „þó engin dæmi þekki ég," bætti hann við. ,,Á Ríkisútvarpinu hefur útvarpsstjórinn ákveðið að hann skuli lesa fréttirnar. Þar setur dagskrárstjórinn sjálfan sig á dagskrá og er á sama tíma talsmaður fyrirtækisins. Hjá 365 eða Rauðsól vill forstjórinn ákveða sjálfur hverjir skuli vinni á fréttastofu og Fréttablaðinu." Þegar Vísir hafði samband við Róbert til þess að spyrja hann hvað hann hafi fyrir sér í því að forstjóri 365 væri að hlutast til um mannaráðningar sagði Róbert: „Ég var einu sinni millistjórnandi hjá þessu fyrirtæki. Þetta er ekki skoðun mín heldur staðreynd." Þegar Vísir hafði samband við forstjóra 365, Ara Edwald sagðist hann ekki vilja tjá sig um ummæli Róberts sérstaklega. „Það liggur reyndar fyrir samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið að það sé útvarpsstjórinn sem sjálfur ræður starfsmenn fjölmiðilsins og litið svo á að hann beri ábyrgð á fréttastefnunni," sagði Ari. „Hjá okkur höfum við nú ekki praktíserað þetta svona en auðvitað er starfsmannastefna í gangi í félaginu. Stjórnendur fjölmiðla 365 hafa fyrst og fremst sjálfræði um sitt mannahald. Það er góð stjórnun að skipstjórinn velji með sér áhöfn og það er að meginstefnu til það sem fylgt er í okkar félagi," sagði Ari. Í ræðu sinni í dag sagði Róbert að það væri sín skoðun að fjölmiðlalögfgöf eigi að takmarka eignarhald „til að tryggja eðlilegt samkeppnisumhverfi og ritstjórnarlegt frelsi fréttamiðla." Þannig geti almenningur treyst því að fjölmiðlar gefi hlutlausa mynd af samfélaginu. Þá vill hann að atvinnurekendur ættu að gefa rökstuðning fyrir uppsögn blaðamanns. „Það að nánast allir frjálsir fjölmiðlar séu að færast á hendur eins og sama eigandans gerir slíka löggjöf nauðsynlega.," segir Róbert. Hann benti á að hið breska BBC sé að draga saman seglin „en hér á íslandi er boðið upp á kreppuafslátt til auglýsenda til að taka meira af kökunni sem fer smækkandi. Það gengur ekki. Það getur enginn keppt við þá forgjöf sem RÚV hefur í þessum efnum og þessvegna fagna ég fyrirtætlunum ráðherra og styð þær," sagði Róbert að lokum. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri 365 hf. Róbert Marshall, varaþingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði valdi samþjöppun einkarekinna miðla og veiki lýðræðið. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þar sem rætt var um stöðuna á fjölmiðlamarkaði. Róbert fullyrti í sömu ræðu að forstjóri 365 miðla vilji ákveða sjálfur hverjir vinni á fréttastofu og á Fréttablaðinu. Ari Edwald, forstjóri 365, segir slíkt ekki viðhaft hjá 365. Þar hafi stjórnendur sjálfræði um sitt mannahald. Fyrirferð ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði veldur samþjöppun einkarekinna miðla á fjölmiðlamarkaði og veikir lýðræðið," sagði Róbert. „Það segir sig sjálft að þegar fjölmiðlar standa illa of atvinnuleysi er á meðal blaðamanna þá veikjast kínamúrar á fréttastofum." Hann sagði að enginn þyrfti að velkjast í vafa um að stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja, hvort sem þau séu rekin af ríkinu eða einkaaðilum, reyni að hafa áhrif á fréttamiðla „þó engin dæmi þekki ég," bætti hann við. ,,Á Ríkisútvarpinu hefur útvarpsstjórinn ákveðið að hann skuli lesa fréttirnar. Þar setur dagskrárstjórinn sjálfan sig á dagskrá og er á sama tíma talsmaður fyrirtækisins. Hjá 365 eða Rauðsól vill forstjórinn ákveða sjálfur hverjir skuli vinni á fréttastofu og Fréttablaðinu." Þegar Vísir hafði samband við Róbert til þess að spyrja hann hvað hann hafi fyrir sér í því að forstjóri 365 væri að hlutast til um mannaráðningar sagði Róbert: „Ég var einu sinni millistjórnandi hjá þessu fyrirtæki. Þetta er ekki skoðun mín heldur staðreynd." Þegar Vísir hafði samband við forstjóra 365, Ara Edwald sagðist hann ekki vilja tjá sig um ummæli Róberts sérstaklega. „Það liggur reyndar fyrir samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið að það sé útvarpsstjórinn sem sjálfur ræður starfsmenn fjölmiðilsins og litið svo á að hann beri ábyrgð á fréttastefnunni," sagði Ari. „Hjá okkur höfum við nú ekki praktíserað þetta svona en auðvitað er starfsmannastefna í gangi í félaginu. Stjórnendur fjölmiðla 365 hafa fyrst og fremst sjálfræði um sitt mannahald. Það er góð stjórnun að skipstjórinn velji með sér áhöfn og það er að meginstefnu til það sem fylgt er í okkar félagi," sagði Ari. Í ræðu sinni í dag sagði Róbert að það væri sín skoðun að fjölmiðlalögfgöf eigi að takmarka eignarhald „til að tryggja eðlilegt samkeppnisumhverfi og ritstjórnarlegt frelsi fréttamiðla." Þannig geti almenningur treyst því að fjölmiðlar gefi hlutlausa mynd af samfélaginu. Þá vill hann að atvinnurekendur ættu að gefa rökstuðning fyrir uppsögn blaðamanns. „Það að nánast allir frjálsir fjölmiðlar séu að færast á hendur eins og sama eigandans gerir slíka löggjöf nauðsynlega.," segir Róbert. Hann benti á að hið breska BBC sé að draga saman seglin „en hér á íslandi er boðið upp á kreppuafslátt til auglýsenda til að taka meira af kökunni sem fer smækkandi. Það gengur ekki. Það getur enginn keppt við þá forgjöf sem RÚV hefur í þessum efnum og þessvegna fagna ég fyrirtætlunum ráðherra og styð þær," sagði Róbert að lokum.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira