Róbert: Fyrirferð RÚV á aulýsingamarkaði veikir lýðræðið 4. nóvember 2008 17:36 Róbert Marshall, varaþingmaður. Ari Edwald, forstjóri 365 hf. Róbert Marshall, varaþingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði valdi samþjöppun einkarekinna miðla og veiki lýðræðið. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þar sem rætt var um stöðuna á fjölmiðlamarkaði. Róbert fullyrti í sömu ræðu að forstjóri 365 miðla vilji ákveða sjálfur hverjir vinni á fréttastofu og á Fréttablaðinu. Ari Edwald, forstjóri 365, segir slíkt ekki viðhaft hjá 365. Þar hafi stjórnendur sjálfræði um sitt mannahald. Fyrirferð ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði veldur samþjöppun einkarekinna miðla á fjölmiðlamarkaði og veikir lýðræðið," sagði Róbert. „Það segir sig sjálft að þegar fjölmiðlar standa illa of atvinnuleysi er á meðal blaðamanna þá veikjast kínamúrar á fréttastofum." Hann sagði að enginn þyrfti að velkjast í vafa um að stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja, hvort sem þau séu rekin af ríkinu eða einkaaðilum, reyni að hafa áhrif á fréttamiðla „þó engin dæmi þekki ég," bætti hann við. ,,Á Ríkisútvarpinu hefur útvarpsstjórinn ákveðið að hann skuli lesa fréttirnar. Þar setur dagskrárstjórinn sjálfan sig á dagskrá og er á sama tíma talsmaður fyrirtækisins. Hjá 365 eða Rauðsól vill forstjórinn ákveða sjálfur hverjir skuli vinni á fréttastofu og Fréttablaðinu." Þegar Vísir hafði samband við Róbert til þess að spyrja hann hvað hann hafi fyrir sér í því að forstjóri 365 væri að hlutast til um mannaráðningar sagði Róbert: „Ég var einu sinni millistjórnandi hjá þessu fyrirtæki. Þetta er ekki skoðun mín heldur staðreynd." Þegar Vísir hafði samband við forstjóra 365, Ara Edwald sagðist hann ekki vilja tjá sig um ummæli Róberts sérstaklega. „Það liggur reyndar fyrir samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið að það sé útvarpsstjórinn sem sjálfur ræður starfsmenn fjölmiðilsins og litið svo á að hann beri ábyrgð á fréttastefnunni," sagði Ari. „Hjá okkur höfum við nú ekki praktíserað þetta svona en auðvitað er starfsmannastefna í gangi í félaginu. Stjórnendur fjölmiðla 365 hafa fyrst og fremst sjálfræði um sitt mannahald. Það er góð stjórnun að skipstjórinn velji með sér áhöfn og það er að meginstefnu til það sem fylgt er í okkar félagi," sagði Ari. Í ræðu sinni í dag sagði Róbert að það væri sín skoðun að fjölmiðlalögfgöf eigi að takmarka eignarhald „til að tryggja eðlilegt samkeppnisumhverfi og ritstjórnarlegt frelsi fréttamiðla." Þannig geti almenningur treyst því að fjölmiðlar gefi hlutlausa mynd af samfélaginu. Þá vill hann að atvinnurekendur ættu að gefa rökstuðning fyrir uppsögn blaðamanns. „Það að nánast allir frjálsir fjölmiðlar séu að færast á hendur eins og sama eigandans gerir slíka löggjöf nauðsynlega.," segir Róbert. Hann benti á að hið breska BBC sé að draga saman seglin „en hér á íslandi er boðið upp á kreppuafslátt til auglýsenda til að taka meira af kökunni sem fer smækkandi. Það gengur ekki. Það getur enginn keppt við þá forgjöf sem RÚV hefur í þessum efnum og þessvegna fagna ég fyrirtætlunum ráðherra og styð þær," sagði Róbert að lokum. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri 365 hf. Róbert Marshall, varaþingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði valdi samþjöppun einkarekinna miðla og veiki lýðræðið. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þar sem rætt var um stöðuna á fjölmiðlamarkaði. Róbert fullyrti í sömu ræðu að forstjóri 365 miðla vilji ákveða sjálfur hverjir vinni á fréttastofu og á Fréttablaðinu. Ari Edwald, forstjóri 365, segir slíkt ekki viðhaft hjá 365. Þar hafi stjórnendur sjálfræði um sitt mannahald. Fyrirferð ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði veldur samþjöppun einkarekinna miðla á fjölmiðlamarkaði og veikir lýðræðið," sagði Róbert. „Það segir sig sjálft að þegar fjölmiðlar standa illa of atvinnuleysi er á meðal blaðamanna þá veikjast kínamúrar á fréttastofum." Hann sagði að enginn þyrfti að velkjast í vafa um að stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja, hvort sem þau séu rekin af ríkinu eða einkaaðilum, reyni að hafa áhrif á fréttamiðla „þó engin dæmi þekki ég," bætti hann við. ,,Á Ríkisútvarpinu hefur útvarpsstjórinn ákveðið að hann skuli lesa fréttirnar. Þar setur dagskrárstjórinn sjálfan sig á dagskrá og er á sama tíma talsmaður fyrirtækisins. Hjá 365 eða Rauðsól vill forstjórinn ákveða sjálfur hverjir skuli vinni á fréttastofu og Fréttablaðinu." Þegar Vísir hafði samband við Róbert til þess að spyrja hann hvað hann hafi fyrir sér í því að forstjóri 365 væri að hlutast til um mannaráðningar sagði Róbert: „Ég var einu sinni millistjórnandi hjá þessu fyrirtæki. Þetta er ekki skoðun mín heldur staðreynd." Þegar Vísir hafði samband við forstjóra 365, Ara Edwald sagðist hann ekki vilja tjá sig um ummæli Róberts sérstaklega. „Það liggur reyndar fyrir samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið að það sé útvarpsstjórinn sem sjálfur ræður starfsmenn fjölmiðilsins og litið svo á að hann beri ábyrgð á fréttastefnunni," sagði Ari. „Hjá okkur höfum við nú ekki praktíserað þetta svona en auðvitað er starfsmannastefna í gangi í félaginu. Stjórnendur fjölmiðla 365 hafa fyrst og fremst sjálfræði um sitt mannahald. Það er góð stjórnun að skipstjórinn velji með sér áhöfn og það er að meginstefnu til það sem fylgt er í okkar félagi," sagði Ari. Í ræðu sinni í dag sagði Róbert að það væri sín skoðun að fjölmiðlalögfgöf eigi að takmarka eignarhald „til að tryggja eðlilegt samkeppnisumhverfi og ritstjórnarlegt frelsi fréttamiðla." Þannig geti almenningur treyst því að fjölmiðlar gefi hlutlausa mynd af samfélaginu. Þá vill hann að atvinnurekendur ættu að gefa rökstuðning fyrir uppsögn blaðamanns. „Það að nánast allir frjálsir fjölmiðlar séu að færast á hendur eins og sama eigandans gerir slíka löggjöf nauðsynlega.," segir Róbert. Hann benti á að hið breska BBC sé að draga saman seglin „en hér á íslandi er boðið upp á kreppuafslátt til auglýsenda til að taka meira af kökunni sem fer smækkandi. Það gengur ekki. Það getur enginn keppt við þá forgjöf sem RÚV hefur í þessum efnum og þessvegna fagna ég fyrirtætlunum ráðherra og styð þær," sagði Róbert að lokum.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira