Innlent

Varar við áhrifum Evrópudeilna á andrúmsloft flokka

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að tölvupóstur Bjarna Harðarsonar sé til marks um það hve slæm áhrif deilur um Evrópumál geti haft á samstarf innan stjórnmálaflokka.

„Prakkarastrik Bjarna er utan þess, sem þingmenn eiga að venjast í samskiptum sín á milli. Í pólitísku tilliti er það til marks um hatrömm átök innan Framsóknarflokksins og sýnir, hve slæm áhrif Evrópudeilur hafa á andrúmsloft innan flokka. Þurfa menn að kynda undir slíkar deilur á þessum örlagatímum? Ekki framsóknarmenn," segir Björn Bjarnason.

Björn segist helst hafa kynnst Bjarna vegna starfa þeirra í Þingvallanefnd þann stutta tíma sem hann sat á þingi. Þar hafi Bjarni hreyft tillögu um breytingu á byggingarskilmálum sumarbústaða, sem hafi kallað á vinnu innan nefndarinnar, án þess að henni hafi lokið við brottför hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×