Fótbolti

Kristinn í næstefsta styrkleikaflokk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn Jakobsson.
Kristinn Jakobsson. Mynd/Daníel

Kristinn Jakobsson hefur verið hækkaður um styrkleikaflokk hjá Knattspyrnusambandi Evrópu og er hann nú kominn í næstefsta flokk dómara í Evrópu.

Þetta staðfesti Kristinn í samtali við fótbolta.net. Kristinn er nú í hópi sem kallast Premier og telur alls ellefu dómara. Efsti hópurinn heitir Elite og eru 20 bestu dómarar álfunnar í þeim hópi.

Í haust dæmdi Kristinn sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu og má búast við því að hann fái fleiri slík verkefni á næstu misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×