Innlent

Von á niðurstöðu frá kjararáði eftir helgi

Þingmenn
Þingmenn

Guðrún Zoega formaður kjararáðs segir að ekki hafi náðst niðurstaða um lækkun launa æðstu embættismanna ríkisins. Kjararáð fundaði um málið í dag og segir Guðrún að stefnt verði að því að niðurstaðan verði kynnt eftir helgi.

„Við munum ganga frá svari til forsætisráðherra um helgina og stefnum á að kynna það í byrjun næstu viku," segir Guðrún í samtali við Vísi. Að öðru leyti vildi hún lítið tjá sig um málið og sagði það koma í ljós þegar kjararáð hefur kynnt niðurstöðu sína.

Forsætisráðherra sagði frá því síðastliðinn föstudag að hann hefði sent Kjararáði bréf og óskað þess að laun þeirra sem heyra undir ráðið verði lækkuð tímabundið vegna aðstæðna í samfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×