Erlent

Of hættulegt að birta niðurstöður í Simbabve

George Chikumbirike lögmaður mætir í Hæstarétt í Harare í morgun.
George Chikumbirike lögmaður mætir í Hæstarétt í Harare í morgun. MYND/AFP

Lögmaður kosningastjórnar Simbabve sagði í dag að of hættulegt væri fyrir Hæstarétt landsins að birta niðurstöður forsetakosninganna eins og stjórnarandstan hefur farið fram á. Lýðræðisflokkurinn MDC hefur höfðað mál til að fá úrslit kosninganna 29. mars birtar, en hann segir að leiðtogi flokksins Morgan Tsvangirai hafi unnið. Hann ætti að verða forseti og enda þannig 28 ára valdatíð Robert Mugabe forseta.

Mugabe er að reyna að tefja að niðurstöðurnar verði birtar. Fyrirhuguð endurtalning gefur honum einnig tíma til að undirbúa aðra umferð kosninganna á móti Tsvangirai, ef til hennar kæmi.

George Chikumbirike lögmaður Kosninganefndarinnar sagði við dómara hæstaréttar að það væri hættulegt að hans mati að fyrirskipa að niðurstöðurnar yrðu birtar; „þar sem utanaðkomandi neyðarástand gæti komið upp sem ZEC flokkurinn geti ekki haft stjórn á."

Hann gaf ekki nánari skýringar en virtist vera að vísa til vaxandi spennu í landinu vegna ófaranna í kjölfar kosninganna. Chikumbirike neitaði að segja hversu langt ZEC flokkurinn hefði gengið í að undirbúa tilkynningu á kosningaúrslitunum. Hann sagði aðeins að það væru trúnaðarupplýsingar sem nefndin hefði rétt á að birta þegar hún væri tilbúin.

Gagnrýnendur Mugabe saka hann um að hafa lagt efnahag Simbabve í rúst. Mugabe heldur því hins vegar fram að Vesturlöndum sé um að kenna.

Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur lýst yfir áhyggjum á töfum úrslitanna.

se Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur lýst yfir áhyggjum á töfum úrslitanna.

Lýðræðisflokkurinn heldur því fram að Mugabe hafi komið af stað bylgju ofbeldis gegn stjórnarandstöðunni frá kosningunum og óskað eftir því að Afríkuþjóðir grípi inn í til að fyrirbyggja frekari blóðsúthellingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×