Enski boltinn

Kevin Phillips: Áttum ekki skilið að tapa

Kevin Phillips var svekktur og sár eftir tapið gegn Portsmouth.
Kevin Phillips var svekktur og sár eftir tapið gegn Portsmouth.

Kevin Phillips, framherji West Brom, var niðurbrotinn eftir tapið gegn Portsmouth í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í dag og sagði sitt lið ekki hafa átt skilið að tapa.

"Ég er niðurbrotinn. Ég held að við höfum ekki átt skilið að tapa. Því miður þá tókst okkur ekki að skora en við sýndum að við erum með gott knattspyrnulið," sagði Phillips.

Hann fór ekki fögrum orðum um dómara leiksins sem hann taldi hafa misst af því þegar Milan Baros handlék boltann í undanfara sigurmarks Portsmouth. "Þið vitið hvernig þessir dómarar eru. Þeir hafa tilhneigingu til að fara á taugum þegar mikið liggur við," sagði Phillips við fjölmiðla eftir leikinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×