Enski boltinn

Hermann Hreiðarsson: Toppurinn á ferlinum

Hermann Hreiðarsson sést hér í baráttu við Ishmael Miller, framherja West Brom, í leik liðanna í dag.
Hermann Hreiðarsson sést hér í baráttu við Ishmael Miller, framherja West Brom, í leik liðanna í dag.

Hermann Hreiðarsson var í skýjunum þegar Vísir ræddi við hann skömmu eftir að ljóst var að hann og félagar hans í Portsmouth væru komnir í bikarúrslitaleikinn. Þetta er í fyrsta sinn sem Hermann kemst í úrslit þessarar fornfrægu keppni.

"Þetta er alveg frábært og klárlega toppurinn á ferlinum til þessa," segir Hermann.

Tæpt var að Hermann myndi spila leikinn vegna skurðar sem hann hlaut í leik gegn Wigan um síðustu helgi en eftir að hann komst í gegnum æfingu í gær var þetta aldrei spurning. "Ég fann ekkert fyrir meiðslunum enda gleymir maður öllu í leik eins og þessum."

Hermann segir það hafa verið ótrúlega upplifun að spila á Wembley. "Þetta er búinn að vera meiriháttar dagur. Við keyrðum upp eftir og komum frekar snemma. Strax þá var frábær stemning og maður komst strax í rétta gírinn. Stemningin á meðan leiknum stóð var líka mögnuð," segir Hermann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×