Enski boltinn

Van Persie verður ekki með Arsenal

NordcPhotos/GettyImages

Robin Van Persie getur ekki leikið með liði Arsenal gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á morgun vegna meiðsla, en félagi hans Emmanuel Adebayor verður hinsvegar klár í slaginn.

Adebayor hefur náð sér af ökklameiðslum sem hann hlaut í Meistaradeildarleiknum gegn Liverpool á dögunum en Van Persie fór þá af velli í hálfleik tognaður á læri.

Abou Diaby tekur út leikbann á morgun, Bakari Sagna er meiddur á ökkla og Tomas Rosicky er enn meiddur á læri.

Liverpool verður án Javier Mascherano á morgun en hann tekur út leikbann. Rafa Benitez hefur boðað að til greina komi að hvíla einhverja af lykilmönnum sínum fyrir síðari viðureign liðanna í Meistaradeildinni í næstu viku og gætu menn eins og Steven Gerrard, Fernando Torres og Jamie Carragher jafnvel fengið frí frá leiknum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×