Lífið

Eiginmaður Bailey Ray fannst látinn

Corinne Bailey Rae við komuna á 50. Grammyverðlaunahátíðina í Los Angeles 10. febrúar síðastliðinn.
Corinne Bailey Rae við komuna á 50. Grammyverðlaunahátíðina í Los Angeles 10. febrúar síðastliðinn. MYND/AFP

Eiginmaður bresku sólsöngkonunnar Corinne Bailey Rae fannst látinn í íbúð í Leeds á laugardag. Jason Rae var 31 árs gamall saxófónleikari. Samkvæmt heimildum BBC handtók lögreglan í Vestur-Jórvíkurskíri 32. ára gamlan mann grunaðan um að útvega fíkniefni. Honum hefur verið sleppt gegn tryggingu.

Krufning leiddi ekki dánarorsök í ljós og nú bíður lögregla niðurstöðu úr eiturefnaprófum. Talsmaður lögreglunnar sagði að hún hefði verið kölluð til íbúðarinnar í Hyde Park hluta borgarinnar á laugardag þar sem lík mannsins fannst.

Jason Rae lék á saxófón í The Haggis Horns hljómsveitinni sem átti að spila á HiFi klúbbnum í Leeds í gærkvöldi. Tónleikunum var aflýst.

Á MySpace síðu hljómsveitarinnar er henni lýst sem átta hljóðfæra funk öfgahljómsveit í beinni.

Bailey Rae er 29 ára. Hún hitti mann sinn þegar hún vann meðfram námi í fatahengi í jazzklúbbi í Leeds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.