Lífið

Faðir Mambó tónlistar látinn

Lopez spilaði í Hvíta húsinu 10. október síðastliðinn á hátíð spænskættaðra.
Lopez spilaði í Hvíta húsinu 10. október síðastliðinn á hátíð spænskættaðra. MYND/AFP

Kúbanski jazzistinn Israel „Cachao" Lopez sem þekktur er fyrir að vera einn þeirra sem fundu upp mambó lést á Miami á laugardaginn 89 ára að aldri. Bassaleikarinn og tónskáldið flutti til Bandaríkjanna frá Kúbu á sjöunda áratugnum og hélt áfram að spila tónlist opinberlega til dauðadags.

Talsmaður fjölskyldunnar sagði að Lopez hefði dáið umkrindur ættingjum sínum. Hann varð veikur í síðustu viku og lést á Coral Gable sjúkrahúsinu.

Leikarinn Andy Garcia sem er hálfur Kúbani gerði heimildarmynd um tónlistarmanninn árið 1993. Hann lofaði hann sem „tónlistarföður" Kúbana.

„Hann er dýrkaður af öllum sem hittu hann og heyrðu tónlist hans," sagði Garcia í yfirlýsingu eftir andlát Lopez.

„Meistari... þú hefur verið kennari minn og þú tókst mér eins og syni," sagði Garcia ennfremur í yfirlýsingunni. Hann sagði að hann myndi halda áfram að fagna með tónlist Lopez og halda hefðum hans á lofti í framtíðinni til heiðurs þessa merka tónlistarmanns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.