Enski boltinn

Ronaldo kominn með tvö í hálfleik

Ronaldo fagnar síðara marki sínu sem hann skoraði beint úr aukaspyrnu
Ronaldo fagnar síðara marki sínu sem hann skoraði beint úr aukaspyrnu NordcPhotos/GettyImages

Tveir leikir standa yfir í ensku úvalsdeildinni í knattspyrnu og hafa fimm mörk litið dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Cristiano Ronaldo hefur skorað bæði mörk Manchester United sem hefur yfir 2-0 gegn Bolton á Old Trafford.

Þá hefur Chelsea yfir 2-1 gegn Tottenham á útivelli. Didier Drogba kom Chelsea yfir í leiknum, Jonathan Woodgate jafnaði fyrir heimamenn með fyrsta deildarmarki sínu síðan hann lék með Leeds á árum áður, en það var svo Michael Essien sem kom Chelsea aftur yfir.

Öll fimm mörkin í kvöld komu á fyrstu 20 mínútum leikjanna, en þeir eru sýndir beint á rásum Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×