Enski boltinn

Johann Vogel til Blackburn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Vogel með Sviss á HM 2006.
Vogel með Sviss á HM 2006.

Blackburn Rovers hefur keypt svissneska landsliðsmanninn Johann Vogel. Þessi 31. árs miðjumaður var leystur undan samningi sínum við spænska liðið Real Betis í desember síðastliðnum og hefur verið til reynslu hjá Blackburn.

Samningur Vogel er til tveggja og hálfs árs með möguleika á framlengingu um eitt ár. Vogel á 94 landsleiki að baki með Sviss en hann hóf feril sinn með Grashoppers og hefur einnig leikið með PSV Eindhoven og AC Milan.

Hann fór til Betis í ágúst 2006. Hann hefur áður verið á óskalista Manchester United og Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×