Enski boltinn

Eigandi Tottenham tapaði 78 milljörðum á Bear Sterns

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, og Juande Ramos knattspyrnustjóri liðsins.
Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, og Juande Ramos knattspyrnustjóri liðsins. Nordic Photos / Getty Images

Joe Lewis, einn ríkasti maður heims, tapaði 78 milljörðun króna þegar að JP Morgan Chase keypti bandaríska fjárfestingarbankann Bear Sterns.

Lewis er meirihlutaeigandi í móðurfyrirtæki Tottenham sem heitir ENIC en hann hefur aðsetur á Bahamas-eyjunum.

Lewis hafði eytt 550 milljónum punda í að kaupa tíu prósenta hlut í Bear Sterns en talið er að Lewis hafi keypt hvern hlut á 53 pund að meðaltali.

Í gær gekk JP Morgan hins vegar á yfirtökunni á Bear Sterns fyrir eitt pund á hvern hlut.

Eftir því sem kemur fram í Telegraph í dag er talið að Lewis þurfi að selja aðrar eignir til að bæta fyrir þetta mikla tap. Heimildir blaðsins herma hins vegar að Lewis hafi fullvissað Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um að Tottenham verði ekki sett á sölu.

Lewis var sextándi ríkasti maður Bretlands samkvæmt lista Sunday Times í fyrra og talinn vera 2,5 milljarða punda virði.

ENIC fjárfesti í mörgum knattspyrnfélögum víðs vegar um Evrópu í lok síðasta áratugar en hafa undanfarin ár en hafa undanfarin ár einbeitt sér fyrst og fremst að Tottenham og Slavia Prag frá Tékklandi.

Lewis hefur lítið að gera með daglegan rekstur Tottenham og félagið þarf ekki að sækja í auð hans árlega til að afskrifa taprekstur, líkt og Chelsea þarf að gera hjá eiganda sínum, Roman Abramovich.

Hins vegar er talið að þetta mál gæti haft áhrif á áætlanir félagsins um hvort félagið eigi að stækka leikvang félagsins á White Hart Lane eða kanna nýja staði til að byggja stærri leikvang á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×