Eigandi Tottenham tapaði 78 milljörðum á Bear Sterns Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2008 14:03 Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, og Juande Ramos knattspyrnustjóri liðsins. Nordic Photos / Getty Images Joe Lewis, einn ríkasti maður heims, tapaði 78 milljörðun króna þegar að JP Morgan Chase keypti bandaríska fjárfestingarbankann Bear Sterns. Lewis er meirihlutaeigandi í móðurfyrirtæki Tottenham sem heitir ENIC en hann hefur aðsetur á Bahamas-eyjunum. Lewis hafði eytt 550 milljónum punda í að kaupa tíu prósenta hlut í Bear Sterns en talið er að Lewis hafi keypt hvern hlut á 53 pund að meðaltali. Í gær gekk JP Morgan hins vegar á yfirtökunni á Bear Sterns fyrir eitt pund á hvern hlut. Eftir því sem kemur fram í Telegraph í dag er talið að Lewis þurfi að selja aðrar eignir til að bæta fyrir þetta mikla tap. Heimildir blaðsins herma hins vegar að Lewis hafi fullvissað Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um að Tottenham verði ekki sett á sölu. Lewis var sextándi ríkasti maður Bretlands samkvæmt lista Sunday Times í fyrra og talinn vera 2,5 milljarða punda virði. ENIC fjárfesti í mörgum knattspyrnfélögum víðs vegar um Evrópu í lok síðasta áratugar en hafa undanfarin ár en hafa undanfarin ár einbeitt sér fyrst og fremst að Tottenham og Slavia Prag frá Tékklandi. Lewis hefur lítið að gera með daglegan rekstur Tottenham og félagið þarf ekki að sækja í auð hans árlega til að afskrifa taprekstur, líkt og Chelsea þarf að gera hjá eiganda sínum, Roman Abramovich. Hins vegar er talið að þetta mál gæti haft áhrif á áætlanir félagsins um hvort félagið eigi að stækka leikvang félagsins á White Hart Lane eða kanna nýja staði til að byggja stærri leikvang á. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
Joe Lewis, einn ríkasti maður heims, tapaði 78 milljörðun króna þegar að JP Morgan Chase keypti bandaríska fjárfestingarbankann Bear Sterns. Lewis er meirihlutaeigandi í móðurfyrirtæki Tottenham sem heitir ENIC en hann hefur aðsetur á Bahamas-eyjunum. Lewis hafði eytt 550 milljónum punda í að kaupa tíu prósenta hlut í Bear Sterns en talið er að Lewis hafi keypt hvern hlut á 53 pund að meðaltali. Í gær gekk JP Morgan hins vegar á yfirtökunni á Bear Sterns fyrir eitt pund á hvern hlut. Eftir því sem kemur fram í Telegraph í dag er talið að Lewis þurfi að selja aðrar eignir til að bæta fyrir þetta mikla tap. Heimildir blaðsins herma hins vegar að Lewis hafi fullvissað Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um að Tottenham verði ekki sett á sölu. Lewis var sextándi ríkasti maður Bretlands samkvæmt lista Sunday Times í fyrra og talinn vera 2,5 milljarða punda virði. ENIC fjárfesti í mörgum knattspyrnfélögum víðs vegar um Evrópu í lok síðasta áratugar en hafa undanfarin ár en hafa undanfarin ár einbeitt sér fyrst og fremst að Tottenham og Slavia Prag frá Tékklandi. Lewis hefur lítið að gera með daglegan rekstur Tottenham og félagið þarf ekki að sækja í auð hans árlega til að afskrifa taprekstur, líkt og Chelsea þarf að gera hjá eiganda sínum, Roman Abramovich. Hins vegar er talið að þetta mál gæti haft áhrif á áætlanir félagsins um hvort félagið eigi að stækka leikvang félagsins á White Hart Lane eða kanna nýja staði til að byggja stærri leikvang á.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira