Ísland mun eiga fjóra fulltrúa á EM í 50 metra laug sem fer fram í Eindhoven nú um páskana.
Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, mun keppa í 50, 100 og 200 metra bringusundi.
Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, keppir í 50 og 100 metra skriðsundi.
Sigrún Brá Sverrisdóttir, Fjölnir, mun keppa í 100, 200 og 400 metra skriðsundi sem og 200 metra flugsundi.
Örn Arnarson, SH, keppir alls í fimm greinum - 50 og 100 metra baksundi og skriðsundi sem og 50 metra flugsundi.
Fyrsti keppnisdagur er á þriðjudaginn næstkomandi og þá keppa Jakob Jóhann í 100 metra bringudsundi og Örn í 100 metra baksundi - hans sterkustu grein.